19.7.2008 | 12:21
Geitur
Síðustu viku hef ég verið að taka mitt síðasta fag í Háskólanum á Bifröst, ásamt því að vinna við mastersritgerð mína. Er ég gekk á föstudagsmorguninn út á bókasafn þá mættu mér geitur, ég fór að spá í hvort að ég hefði eitthvað ruglast og væri kominn í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri í stað þess að vera að stunda laganám við Háskólann á Bifröst.
Síðar um daginn, ákvað ég að taka smá pásu frá bókasafninu og skrapp í skólann sjálfan, þá fór ég að spá í hvort að ég væri heilli öld á undan samtímanum, allavega fannst mér það miðað við klæðaburð skólasystkina minna.
Í raun minnir þetta mig á myndina Back to the future.
En ástæðan fyrir geitunum og klæðaburði samnemenda mína var 90 ára afmælis Bifrastar, en samt verð ég að viðurkenna að ég er ekki að ná tengingunni við geiturnar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.