3.10.2008 | 20:06
Á vegi mínum varð...
...risa stór mjöltankur, er ég skrapp til Grindavíkur í dag.
Meira að segja sendibílinn sem ekur þarna framhjá sýnist pínulítill við hlið tanksins.
Já hann er stór tankurinn, enda sagður vera 12 metra á hæð (eða ummál) og 27 metra á lengd (eða hæð þegar hann er uppréttur).
Tankurinn tekur aðeins í, enda ku hann vera ein 90 tonn að þyngd. Ekki á hverjum degi sem svo þungir hlutir eru á ferð um götur landsins.
Vagninn sem notaður var við flutninginn er víst 60 hjóla þó svo að ég hafi ekki talið hjólin sjálfur persónulega.
Þarna hafa menn ákveðið að taka sér hvíld yfir daginn og spurning hvort að þeir haldi áfram akstrinum í kvöld eða um helgina.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.