18.10.2008 | 13:59
Börnin okkar
Miðvikudaginn 18 apríl 2007 varð stórbruni í miðbæ Reykjavíkur. Þáverandi Borgarstjóri, Vilhjálmur hljóp út af skrifstofunni sinni, fékk bæði hjálm og jakka frá slökkviliðinu og fylgdist vel með öllu saman. Fór í viðtal í beinni og tjáði borgarbúum og öðrum landsmönnum að hér yrði strax byggt upp að nýju um leið og logar yrðu slökktir. Götumyndin yrði látin halda sér og byggðar byggingar í sama anda og þær sem brunnu. Ekki voru allir sáttir við að það skyldu byggja eins byggingar og fyrir var. En allir vildu samt sjá til þess að uppbyggingin hæfist eins fljótt og hægt væri.
Til að verja því að fólk færi sér að voða við brunarústirnar var byggð girðing í formi veggjar umhverfis rústirnar til að halda forvitnu fólki frá. Fljótlega fékk einhver þá snilldarhugmynd að taka myndir af börnunum okkar, börnum sem búa á Íslandi og munu erfa Ísland. Voru þessar myndir settar á girðinguna sem hylur brunarústirnar.
Ef fer sem horfir þá munu þessi börn ekki erfa neitt nema brunarústir í miðbænum, bankakerfi sem er hrunið og skuldir erlendis eftir hina miklu útrás okkar íslendinga sem fór frekar ílla að endingu.
Við skulum vona og trúa því að betur fari, þó svo að það líti ekki vel út í dag. Nú verðum við bara að bretta upp ermar og fara í uppbyggingu og ágætt væri að byrja á því kannski að byggja upp miðbæinn.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.