2.11.2008 | 16:30
Sagan af eyjunni í norðri
Fyrir rúmlega 1.000 árum fóru nokkrir ungir Norsarar í útrás. Þeir höfðu fengið nóg af skattálagi síns konungs. En á þeim tíma voru skattar mjög háir í Noregi. Menn áttu fyrir vikið erfitt með að ná endum saman og lífa sómasamlegu lífi. Þessir menn ákváðu að taka eitthvert til sinna ráða og einn af þeim hét Ingólfur Arnarson og ákvað hann að sigla út á úthafið og sjá hvert hann myndi lenda.
Eftir að hafa siglt í einhvern tíma, kom hann og hans hópur að landi sem fékk nafnið Ísland. En landið hafði verið ísi þakið er fyrsti maðurinn kom til landsins. Eftir smá siglingu ákváðu þessir menn að setjast að á suðvesturhorni landsins. Brátt fylgdi fleira fólk í kjölfarið.
Ástæðan fyrir því að menn fluttu til Íslands var að það var nægt landrými, landið vaxi skógi, engir óvinveittir frumbyggjar og fjandsamlegir komumenn, svo sem ránsmenn, sem áttu þangað lítið erindi, enda betra að ræna í kaupstöðum og þorpum þar sem var bæði fleira og ríkara fólk.
Sá fólk fram á bjarta tíma langt í burtu frá Noregskonungi og skattheimtumönnum hans. Á Íslandi skyldi ríkja mikið frelsi og litlir skattar. En hér skyldu einungis úrvalsmenn fá að búa. Menn sem voru óalandi og óferjandi voru dæmdir til skóggangssektar, sem þýddi að menn voru gerðir útlægir og réttdræpir.
Framan af gekk allt vel. Menn lifðu í friði og ró. Að vísu gekk fljótt á skóginn og hann óx hægt. svo að hann eyddist nánast allur upp á endanum. Norðmenn gleymdu ekki þessum mönnun í vestri og talsverð samskipti var á milli þeirra sem bjuggu á Íslandi og í Noregi. Menn sóttu til dæmis fyrstu lögin á Íslandi til Noregs, en brátt varð Íslandi hluti af Noregi og svo síðar hluti af Danaveldi. Lifði fólk hér um tíma við mikla eymd eftir bæði ýmsar hamfarir og einokunarverslun dana. En Íslendingar risu að endingu upp á afturfæturna og mótmæltu allir sem einn og kröfðust sjálfstæðis, eftir að Danir hættu að nenna að hlusta á okkur, meðal annars sökum þess að þeir voru hersetnir, ákváðu þeir að verða við því og veittu íslendingum sitt langþráða sjálfstæði á nýjan leik.
Síðan kom ameríski herinn til landsins með honum fylgdi ekki bara dátar og ný húskynni í formi bragga, heldur einnig gjaldeyrir. Allt i einu fóru íslendingar að eiga peninga. Gátu keypt lúxusvörur, sjónvarp kom til landsins að ógleymdu kanaútvarpinu. Lífið fór að leika við hvern mann, en svo voru sumir sem ákváðu að fara í heilsubótargöngu einu sinni á ári og gengu þá frá Reykjavík til Keflavíkur og kölluðu Ísland úr nató og herinn burt. Að endingu náðu þessir göngugarpar sínu fram og herinn fór og gjaldeyririnn sem kom með þeim hætti að koma. Menn áttuðu sig ekki á þessu. Enda viðskiptamenn komnir í svokallaða útrás og keyptu allt sem hægt var að kaupa, þá sérstaklega í Danmörku og Bretlandi. Flugu um á einkaþotum. Síðan voru þeir einnig mjög duglegir við að kaupa í sínum eigin fyrirtækjum, það var talið gott að geta seld sjálfan sig sjálfum sér, þannig jukust verðmætra margra fyrirtækja.
Íslensku viðskiptamennirnir fjármögnuðu kaupin sín með því að lána alþýðufólkinu á okurvöxtum, ásamt því að lánin voru verðtryggð, enda voru þeir búnir að eignast bankanna, settu á stofn útibú erlendis til að fá fleiri innlegg og tóku einnig erlend lán til að fjármagna útrás sína, sem eftir var tekið um allan heim. Þvílík snilld. En allt í einu vaknaði einn af þeim sem hafði verið að lána íslensku bönkunum upp af værum draumi og komst að því að hann hafði engin veð og þeir áttu ekkert. Skapaðist þá mikið óveður á fjármálamörkuðum og þá sérstaklega á fjármálamörkuðum á Íslandi, þar sem að eftirlit hafði verið nánast ekki neitt. Geysir þar í dag mikið óveður sem enginn vill koma nálægt og nú sjá flestir íslendingar aðeins eina lausn, það er að gefa eftir sjálfstæði landsins og ganga inn í Evrópubandalagið. Hvað skyldi Ingólfur gamli hugsa í dag í gröfinni sinni, skyldi hann leiða hugann af öllum þeim stórveldum sem hafa komið og farið og hugsað með sér, nei nei nei, ekki sleppa frelsinu, eða skyldi hann bara yppa öxlum og hugsa, tímarnir eru breyttir.
Það sem ég held, er að frelsið sé best, í útrás ber að fara, en það þarf að gæta hófs í henni og fara varlega og að lokum er nauðsynlegt að hafa gott eftirlit, en ég tel að eftirlitið hafi brugðist fyrst og fremst.
En hvað veit ég, það eina sem ég veit er að þetta er orðin allt of löng bloggfærsla.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.