3.11.2008 | 18:32
Fjöldi þingmanna, er hann raunhæfur?
Tölfræði getur verið bæði skemmtileg og fróðleg. Ég ákvað í gamni að taka saman smá tölfræði um fjölda þingmanna á noðurlöndunum versus fólksfjölda viðkomandi lands. Fólksfjöldatölurnar eru fengnar af heimasíðu hagstofu viðkomandi lands og miðast við 1 janúar 2008. Fjöldi þingmanna eru teknir af vef viðkomandi alþingis, hverju þingið nefnist í viðkomandi landi, (stortinget, folkstinget, riksdagen og eduskunta).
Ísland | |
Fólksfjöldi 1 janúar 2008 | 313.376 |
Fjöldi þingmanna | 63 |
Fjöldi íbúa á hvern þingmann | 4.974 |
Sviþjóð | |
Fólksfjöldi 1 janúar 2008 | 9.187.234 |
Fjöldi þingmanna | 349 |
Fjöldi íbúa á hvern þingmann | 26.324 |
Finnland | |
Fólksfjöldi 1 janúar 2008 | 5.300.484 |
Fjöldi þingmanna | 200 |
Fjöldi íbúa á hvern þingmann | 26.502 |
Noregur | |
Fólksfjöldi 1 janúar 2008 | 4.737.200 |
Fjöldi þingmanna | 169 |
Fjöldi íbúa á hvern þingmann | 28.031 |
Danmörk | |
Fólksfjöldi 1 janúar 2008 | 5.475.791 |
Fjöldi þingmanna | 179 |
Fjöldi íbúa á hvern þingmann | 30.591 |
Á þessum töflum sést að það eru langflestir þingmenn per íbúa hér á landi. Þó svo að það sé kannski ekki hægt að ætlast til að það séu jafnmargir íbúar á bak við hvern þingmann hér á landi, þá held ég samt að það mætti fækka þeim töluvert, laga þessa tölfræði og draga þannig úr útgjöldum fyrir íslenska ríkið. Ekki veitir af í þessari kreppu. Ég tek undir skoðanir þeirra sem telja að það megi fækka þingmönnum niður í ca 30 - 33 þingmenn. Að mínu áliti ætti einnig að gera Ísland að einu kjördæmi þannig að þingmenn myndu frekar hugsa um heildina í stað þess að vera að stunda kjördæmapot með tilheyrandi kostnaði fyrir allt þjóðfélagið. Víst við erum farinn að tala um kostnað, þá er spurning með eftirlaunafrumvarpið og þessa aðstoðarmenn landsbyggðaþingmanna.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.