4.11.2008 | 23:32
Obama McCain
Jæja þá er landið þar sem ég fæddist í fyrir allmörgum árum og landið sem faðir minn býr í, ásamt mörgum öðrum úr föðurfjölskyldunni að kjósa sér forseta. Er ég vakna í fyrramálið þá ætti að vera ljóst hvort að Barack Obama verði kjörin forseti eða John McCain. Reyndar tel ég að það sé frekar öruggt að Obama vinni þetta.
Það er í raun ótrúlega merkilegt að maður sem á hvíta móður og svartan föður frá Kenýa, skuli verða næsti forseti Bandaríkjanna, þar að auki á hann fullt af hálfsystkinum í Kenýa (sem geta ekki kosið hann). Ólst upp um tíma á Indlandi og á hálfssystur sem á Indverskan föður. Svo eftir að hann flutti frá Indlandi, bjó hann um tíma hjá Ömmu sinni og afa á Hawaii. Þangað til að móður hans flutti aftur til Hawaii frá Indlands. Það sem er svo ótrúlegt við þetta er að bandaríkjamenn eru mjög íhaldssamir og margir hafa lítið álit á blökkumönnum, hvað þá kynblendingum og ekki bætir úr skák að hann skuli vera skilnaðarbarn. Því fjölskyldan hefur hingað til skipt miklu máli í bandaríkjunum. Obama er í raun að framkvæma það sem flestir hafa talið ómögulegt. Að brjótast til metorða against all odds. Ég tel næsta öruggt að hann verði kosinn í nótt, veit allavega ef ég ætti að velja á milli McCain og Obama, þá er engin spurning um að ég myndi kjósa Obama Barack.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.