18.11.2008 | 22:13
Vöruskortur
Ljósaperan inni á baði sprakk hjá mér, svo ég ákvað að skreppa út í verslun 10-11 og kaupa ljósaperu. Þar gat ég valið á milli þess að fá rauða, bláa eða gula ljósaperu. En þeir áttu ekki til glæra ljósaperu og afgreiðslumaðurinn sem var á vakt, sagðist vera búinn að bíða í ca mánuð eftir glærum perum. Þar sem að ég þjáist af valkvíða ákvað ég að bíða til morguns með að velja hvaða lit af peru ég ætla að hafa inni á baði. Þangað til verður annað hvort bara myrkur þar inni eða ég mun notast við kertaljós.
Allar tillögur velkomnar.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tja, Húsasmiðjan eða Byko?
Hjörtur J. Guðmundsson, 18.11.2008 kl. 22:39
Bláar engin spurning !
Rúnar Örn Rafnsson, 25.11.2008 kl. 23:05
Græna peru,það er svo róandi. Þér veitir nú ekki af því Leifur minn,þar sem þú ert alveg ótruúega æstur maður að eðlisfari.
ÁGA (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.