8.12.2008 | 22:01
Ekki brjóta á börnunum!!!
Því miður eru all mörg dæmi um það, að skilnaðarbörn sjái einungis annað foreldri sitt þrátt fyrir fyrirmæli barnalaga um að börnin eigi rétt á að umgangast og þekkja báða foreldra sinna, svo lengi sem það fer ekki gegn hagsmunum og þörfum barnsins að mati dómstóla eða lögmælts stjórnvalds. Ástæður þess að barn/börn sjái einungis annað foreldrið geta verið mýmörg og ætla ég ekki að nefna þau öll hér í þessari stuttu grein. Ein af sorglegri ástæðum er þó sú, að annað hvort foreldrið ákveður að hefna sín á hinu foreldrinu og neita því um umgengni við barnið/börnin um hátíðarnar. Þannig telur foreldrið að það sé að brjóta á hinum aðilanum, en í raun og veru, þá er það einungis að brjóta á þeim sem því þykir vænst um, það er barninu/börnunum sínu(m), en ekki á hinu foreldrinu. Flest öll börn þykja vænt um báða foreldra sína og líta upp til þeirra beggja. Enda erum við foreldrarnir fyrirmynd þeirra. Það er nauðsynlegt að tala aldrei illa um hitt foreldrið í nærveru barns, alveg sama hversu illa hitt foreldrið hefur komið fram. Þetta virðist því miður all oft gleymast í skilnaðarmálum. Leyfum börnunum að njóta hátíðanna og samveru við báða foreldranna. Það er réttur barnanna, ekki brjóta á þínu eigin barni.
Góðar stundirHeimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.