Ekki brjóta á börnunum!!!

Áður en langt um líður munu hátíðarnar ganga í garð með tilheyrandi gleði og ánægju fyrir flest okkar. Við munum gleyma kreppunni í smástund, njóta matarins, gjafanna og síðast en ekki síst samverunnar við hvert annað. Fátt er skemmtilegra um hátíðirnar en að vera með börnum sínum og njóta stundarinnar með þeim. Spjalla við þau, spila, syngja og jafnvel fara í kirkju saman. Auðvitað er misjafnt hvað hver og ein fjölskylda gerir saman enda er það aukaatriði. Aðalmálið er að njóta samverunnar, styrkja fjölskylduböndin, eiga hátíðlega og skemmtilega stund saman.

Því miður eru all mörg dæmi um það, að skilnaðarbörn sjái einungis annað foreldri sitt þrátt fyrir fyrirmæli barnalaga um að börnin eigi rétt á að umgangast og þekkja báða foreldra sinna, svo lengi sem það fer ekki gegn hagsmunum og þörfum barnsins að mati dómstóla eða lögmælts stjórnvalds. Ástæður þess að barn/börn sjái einungis annað foreldrið geta verið mýmörg og ætla ég ekki að nefna þau öll hér í þessari stuttu grein. Ein af sorglegri ástæðum er þó sú, að annað hvort foreldrið ákveður að „hefna“ sín á hinu foreldrinu og neita því um umgengni við barnið/börnin um hátíðarnar. Þannig telur foreldrið að það sé að brjóta á hinum aðilanum, en í raun og veru, þá er það einungis að brjóta á þeim sem því þykir vænst um, það er barninu/börnunum sínu(m), en ekki á hinu foreldrinu. Flest öll börn þykja vænt um báða foreldra sína og líta upp til þeirra beggja. Enda erum við foreldrarnir fyrirmynd þeirra. Það er nauðsynlegt að tala aldrei illa um hitt foreldrið í nærveru barns, alveg sama hversu illa hitt foreldrið hefur komið fram. Þetta virðist því miður all oft gleymast í skilnaðarmálum. Leyfum börnunum að njóta hátíðanna og samveru við báða foreldranna. Það er réttur barnanna, ekki brjóta á þínu eigin barni.

Góðar stundir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband