29.12.2008 | 23:13
Vegirnir fyrir vestan
Mér hefur ávallt þótt mikið til vestfjarðarkjálkans koma. Sjálfur var ég í sveit sem krakki á sunnanverðum vestfjörðum og svo hef ég tvívegis íhugað það alvarlega að flytja vestur á Ísafjörð. Hef oft komið til Ísafjarðar, á þar marga góða kunningja og þyki mikið til bæjarins koma.
Er ég var á leið heim úr vinnunni í dag, var verið að ræða í útvarpinu vegagerð á vestfjörðum. Sagt var frá því að nú yrði vegaframkvæmdum frestað sökum kreppunnar. Mér varð hugsað til þess að vegaframkvæmdum fyrir vestan var frestað í góðærinu einnig, þá sökum mikillar þenslu í þjóðfélaginu. Þannig má væntanlega segja að vegirnir fyrir vestan séu bæði fórnarlömb ofþenslu og fórnarlömb kreppunnar.
Svona til gamans ætla ég að láta fylgja hér með eina sanna sögu, frá því að ég var sölustjóri stórmarkssviðs hjá stórri verslunarkeðju hér á landi. Við fórum mjög reglulega um landið og seldum vörurnar okkar eins og gengur og gerist. Varðandi vestfirðina þá var yfirleitt látið duga að fljúga á Ísafjörð. Eitt vorið sendi ég þó tvær sölukonur akandi um vestfirðina, þær tóku ferjuna Baldur og þrættu vestfirðina. Er þær komu tilbaka sögðu þær við mig eitthvað á þessa leið, reyndar í gríni; Leifur, þú getur gleymt því að senda okkur aftur keyrandi vestur, í fyrsta lagi ef við vorum óléttar er við lögðum af stað þá erum við það ekki lengur, því vegirnir eru svo holóttir að fóstrið myndi ekki þola hristinginn. Í öðru lagi er maður var að mæta bílum þá blasti annaðhvort sjórinn við manni eða fjallshlíðin og vegirnir eru mjög mjóir og í þriðja lagi þá búa aðallega útlendingar fyrir vestan." Ég hótaði því reyndar að senda þær á 9 mánaða fresti svo þær yrðu ekki óléttar. Ferðin gekk reyndar vel hjá þeim og önnur þeirra er allavega búinn að eignast börn síðan. Hvort hún hefur farið aftur vestur veit ég ekki. Enda eru fjöldamörg ár síðan að ég hætti hjá þessu annars góða fyrirtæki.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.