Einu sinni var það töff að vera fæddur 1967.

Einu sinni gat maður sagt stoltur frá því,  að maður væri fæddur á því herrans ári 1967. Árið sem Pamela Anderson, Kurt Cobain, Paul Gascoigne, og Björgólfur Thor Björgólfsson fæddust.

Allt þetta fólk náði ótrúlegum árangri í því sem það tók sér fyrir hendur. Voru sannkallaðir sigurvegarar. Maður gat verið mjög stoltur yfir því að hafa fæðst sama ár og þetta fólk, en það er ekki svo lengur. Því miður.

Pamela Anderson.

pamela anderson

Bomban sem hljóp um á ströndinni í Baywatch-þáttunum í fögrum rauðum sundbol, hvað getur maður sagt, hún má muna fífil sinn fegri.

 

 

 

 

 

 

 

Kurt Cobain, fd. 20. febrúar 1967 látinn 5. apríl 1994.

cobain-kurt

Var sannarlega frábær tónlistarmaður í einu besta bandi sögunnar, það er Nirvana. Hann átti í basli með eiturlyf og lést 1994 er hann framdi sjálfsmorð að sögn yfirvalda, en margir telja að hann hafi hreinlega verið myrtur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Paul Gascoigne

drunk_paulgascoigne

Gazza var frábær fótboltamaður, en átti í miklum vandræðum utan vallarins. Er þekktari í dag fyrir drykkjuskap og fyrir að hafa barið fyrrum eiginkonu sína.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Björgólfur Thor Björgólfsson

2009-06-21-ICESAVEIamsaved

 

Björgólfur Thor útrásarvíkingur með meiru. Eignaðist hlut í bjórverksmiðju í Skt. Pétursborg og seldi með miklum hagnaði, síðan þá hefur hann verið í miklum fjárfestingum og er talinn ríkasti maður Íslands. Undanfarið hefur hann þó fengið MIKLA gagnrýni vegna bankahrunsins, enda var hann einn aðaleigandi Landsbankans áður en að ríkið tók bankann yfir og ber sem stór eigandi að bankanum væntanlega sína ábyrgð á IceSave málinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já ég hugsa bara að ég segi engum frá því að ég sé fæddur á því herrans ári 1967.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband