Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Staðreyndir

Ákvað að halda aðeins áfram í anda síðustu færslu

  • Að stela hugmynd frá einum aðila kallast ritstuldur, en að stela hugmyndum frá mörgum aðilum kallast rannsóknir
  • Reynsla er eitthvað sem fólk fær ekki fyrr en rétt eftir að fólk þurfti á reynslunni að halda
  • Til að ná árangri í pólitík, þá er oft nauðsynlegt að hefja sig upp yfir sínar eigin lífsskoðanir
  • Ávallt skal ráða þann dómara sem er minnst hæfur til að gegna stöðunni
  • Að eyða 1/7 af lífinu í mánudögum er hræðileg leið til að sóa lífinu
  • Því fyrr sem við verðum á eftir, því meiri tíma höfum við til að vinna upp (gott að vita þegar maður er í námi. Því fyrr sem ég verð á eftir í lestri því meiri tíma ef ég til að vinna lesturinn upp.)
  • Stundin er maður kemst að niðurstöðu er stundin þegar maður er orðinn of þreyttur til að hugsa
  • Ef þú nærð ekki árangri eyddu öllum sönnunargögnum um að þú hafir reynt að ná árangri

Góðar stundir

 


Hugleiðing

Nokkrar hugleiðingar sem mér datt í hug. Þessa færslu ber EKKI að taka alvarlega.

  • Af hverju þvoum við baðhandklæði? Erum við ekki tandurhrein er við notum þau?
  • Af hverju límist límið ekki saman í límflöskunum?
  • Af hverju setjum við jakkaföt í fatapoka, en hendum fötunum ofan í tösku er við ferðumst?
  • Ef það er svo frábært að vinna, hví þarf að borga okkur fyrir að vinna vinnuna?
  • Ef við búumst við hinu óvænta, er það þá nokkuð óvænt?
  • Hver skrifaði fyrstu orðabókina og hvar fann viðkomandi öll orðin?
  • Ef ástin er blind, hvaða máli skipta þá undirfötin eða útlitið?
  • Ef orð er stafsett ranglega í stafsetningaorðbókinni hvernig myndum við fatta það?
  • Af hverju er til starfsheitið endurskoðandi þegar endurskoðendur skoða aldrei endur?

Hvert er hlutverk ríkisins?

Rakst á skemmtilega grein á blogginu hans Sigurðar Kára þingmanns. Um hlutverk ríkisins. En þar segir hann eitthvað á þessa leið að hans pólitíska sannfæring sé sú að ríkið eigi ekki að vera að vesenast í verkefnum sem einstaklingar geti sinnt, héldur eigi ríkið frekar að beina kröftum sínum og fjármunum í önnur verkefni. Þarna er ég hjartanlega sammála honum. Svo tekur hann nokkur dæmi um óheppilegan ríkisrekstur svo sem Íslandspóst, ÁTVR og rekstur fasteignafélagsins sem á húsnæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og leigir út aðstöðu til kaupmanna ásamt því sem ríkið reki sjálft þar verslun með snyrtivörur, sælgæti ofl.

Ég er á því að það eigi að fækka ríkisfyrirtækjum eins og hægt er. Að mínu mati sé ég enga ástæðu fyrir því að ríkið sé að reka fjölmiðla eins og RÚV, eins skil ég ekki af hverju verið er að stofna nýtt ríkisfyrirtæki með Landsvirkjun Power. Af hverju er ríkisfyrirtækið Landsvirkjun að stofna útrásarfyrirtæki? Er ekki eðlilegra að einstaklingsframtakið sjái um áhættusöm útrásarfyrirtæki og standi og falli með sínum gjörðum?

Ég tel að ríkið og sveitarfélög eigi fyrst og fremst að koma að öryggisþáttum, svo sem lögreglu, slökkvilið, Landhelgisgæslu, heilbrigðisstofnunum (samt sé ég ekkert af því að leyfa mönnum að setja á stofn einkaspítala eða læknastofur ef menn kjósa svo), samgöngumálum (skipulagning vega til dæmis og borgun fyrir vegi) og eins að aðstoða menn við nýsköpun innanlands í hóflegum mæli, ásamt annarri nauðsynlegri aðstoð til þegnanna, þar á ég við til dæmis félagsaðstoð.

Að lokum en ekki síst á ríkið að setja sanngjarnar leikreglur fyrir samfélagið. Þessar leikreglur kallast í daglegu tali lög.

Ég óska Sigurði Kára góðs gengis við að vekja fólk til umhugsunar um hlutverk ríkisins ásamt því sem ég vona að honum og ríkisstjórninni muni fækka ríkisfyrirtækjum á þessu kjörtímabili en ekki auka fjölda þeirra en meir.

 


Baulaðu nú Búkolla

Baula í vetrabúningiBaula er eitt af fegurstu fjöllum Borgarfjarðar. Það þótti geysilegt afrek er það var fyrst klifið árið 1851, enda er fjallið keilumyndað úr lipariti og myndaðist úr troðgosi fyrir ca rúmlega 3 milljónum ára. Baula er 934 m. hátt fjall, erfitt uppferðar, þar sem að það er bratt til uppferðar, gróðurlaust og skriðurunnin. Hinsvegar er útsýnið sagt vera stórkostlegt þarna uppi. Sjálfur hef ég aldrei klifið þetta fjall.

En þessa mynd tók hann Jónas félagi minn, sem sé ca rúmlega 3 milljónum ára eftir að fjallið myndaðist, eða í lok nóvember 2007. En þá var Gönguhópurinn Leifur Lost á göngu niður að glanna. Sjá má fleiri myndir í myndaalbúminu Glanni II.

Ætli háskólaþorpið Bifröst verði til eftir rúmlega 3 milljónir ára?


Ímynd Ryanairs

Ryanair lággjaldaflugfélagið er auðsjáanlega að reyna að bæta ímynd sýna, allavega hjá karlkyns farþegum þess.Bandit Sjálfsagt veitir þeim ekki af því að bæta hana, því árið 2006 var sýnt heimildarmynd í erlendum sjónvarpsstöðvum um hversu slakt öryggið er hjá þeim. Til dæmis má lesa um það hérna.

ryanair1611_468x557Leiðin sem Ryanair valdi til að bæta ímynd sína mun væntanlega seint falla i kramið hjá femínistum, þrátt fyrir málefnið. En Ryanair gaf út dagatal með fáklæddum flugfreyjum sem er svo selt um borð og allur hagnaður af því fer til góðgerða, munu samtökin Angels Quest njóta góðs af, en það eru samtök fyrir börn með sérþarfir. Þess má geta að dagatalið er víst nú þegar uppselt. En hægt er að sjá fleiri myndir úr dagatalinu og frétt um það hér.

Sjálfur hef ég flogið með Ryanair, en ég hefði samt frekar kosið að sjá frétt um að þeir hefðu sett öryggið á oddinn í framhaldi af heimildarmyndinni um flugöryggið. Allavega mun þetta dagatal ekki bæta mína ímynd á þessu flugfélagi.

Spurning hvort að markaðsstjórinn þeirra sé að standa sig? Undecided Allavega tókst honum að fá athygli og fría fréttir um flugfélagið. Er ekki stundum sagt að öll athygli sé betri en enginn?

Góðar stundir

 


Jólasveinar og forsetaembættið

Asthor_MagnussonFyrir jólin koma jólasveinarnir til byggða hver á fætur öðrum. Allir hafa það markmið að skemmta landanum og þá sérstaklega börnunum. Sumir þessara jólasveina hafa verið notaðir til að vekja athygli á ákveðnum stöðum, eins og verslunum, verslunarmiðstöðum, verslunargötum nú síðan hafa þeir haft mjög gaman af því að poppa upp á svokölluðum jólaböllum.

Einn maður í jólasveinabúning kemur þó ekki alveg eins ört til byggða, enda er ekki vitað með vissu hvort að hann sé jólasveinn eða friðarpostuli. Kannski að hann sé hvort tveggja. En að einhverri ástæðu þá birtist hann oft þegar kemur að forsetakjöri, allavega birtist hann bæði 1996 og svo aftur 2004. Nú heyrist að von sé á honum aftur á árinu 2008.

Sumir tala um að jólasveinar séu alls ekki gáfulegir, oft er talað um þá í niðrandi samhengi, til dæmis; þú ert alveg eins og jólasveinn!!! En mín skoðun er reyndar sú að jólasveinar séu alls ekki vitlausir, enda kunna þeir ógrynnin allan af jólalögum, vita svo hvar öll börnin búa og ekki nóg með það heldur einnig hvaða börn séu góð og hvaða börn hafa verið óþekk. Eins hlýtur að þurfa svakalegt skipulag til að einn jólasveinn getur sett í skóinn til allra barna á einni nóttu.

Ef að þessi maður í jólasveinabúningnum er eitthvað skyldur hinum jólasveinunum þá gerir hann sér væntanlega grein fyrir því að hann eigi í raun litla möguleika á að verða forseti, en hví þá að fara í framboð? Mín hugdetta er sú að það sé gert til að koma á framferði sínum skoðunum og sínum friðarboðskap.

BessastadirMargir hafa gagnrýnt þessa aðferð hans við að koma sér á framfæri. Því að það sé svo dýrt fyrir ríkið!! Allt í einu vill fólk fara að spara. Get eigi að því gert að mér þykir þau rök gegn framboði hans ekki haldbær. Enda væri slæmt ef fólk mætti ekki bjóða sig fram í lýðræðisríki nema að það teldist sigurstranglegt strax í upphafi. En engu að síður tel ég að það megi gera mönnum aðeins erfiðara fyrir en gert er i dag til að fólk geti farið í forsetaframboð. Því tel ég nauðsynlegt að taka forsetakjör og forsetaembættið til umræðu á næstunni, þó ekki fyrr en eftir þessar væntanlegu kosningar eru yfirstaðnar. Viljum við breyta forsetaembættinu? Viljum við yfirleitt hafa forsetaembættið? Hvaða skilyrði viljum við hafa til að fólk geti boðið sig fram til forseta? Á forsetinn að geta boðið sig endalaust fram? Skal hann vera þjóðkjörinn? Á hann að hafa málskotsrétt? Osfrv þessar spurningar og fleiri þurfum við að svara. Eftir þjóðfélagslega og pólitíska umræðu þarf svo hugsanlega að gera einhverjar lagabreytingar, jafnvel stjórnarskrárbreytingu varðandi forsetakjör og forsetaembættið. Því er nauðsynlegt að hefja þessa vinnu um leið og fyrirhuguðum forsetakosningum er lokið.

Í dag tel ég réttast að hafa sama forsetann við völd, hann hefur staðið sig ágætlega svo sem, en jafnframt tel ég nauðsynlegt að fara í allsherjarnaflaskoðun á þessu embætti og öllu í kringum það strax að loknum kosningum eins og áður hefur komið fram.

Góðar stundir

 

 


Andstæður

Undanfarið hafa andstæðurnar í lífi mínu verið ótrúlegar. Hef átt gífurlegar hamingjustundir og svo allt í einu hefur öllu verið snúið á hvolf. Síðan hefur allt lagast á nýjan leik, til þess eins að hrynja aftur. Núna horfir allt til hins betra, en maður þorir samt varla að vona að það endist, en vonar samt. Annað er ekki hægt. Ákveðin manneskja í lífi mínu hefur glímt við mikla erfiðleika en nú er verið að taka á þeim. Vona ég að allt endi vel þar á bæ.

Eitt hefur þó glatt mig mikið undanfarið, en það eru börnin mín tvö sem eru í stutta heimsókn hjá mér. Á morgun ætlum við á Bifröst og slappa aðeins af þar saman. Þessi tími með þeim hefur verið dýrmætur og góður, verst þykir mér að þau fara aftur af landi brott á sunnudaginn kemur.

Eitt hef ég þó lært undanfarið, lífið er dýrmætt og því er best að njóta hverjar mínútu af því. Hvað gerist á morgun er eigi svo gott að vita.Study as if you were going to live forever, live as if you were going to die tomorrow. Þessi málsháttur segir allt sem segja þarf.

Sýnum kærleika og verum góð við hvort annað.

Góðar stundir


Eiga dauðarefsingar rétt á sér?

Jæja ég hef tekið út skoðanakönnunina mína um dauðarefsingar, en 72% voru sammála mér um að dauðarefsingar eigi ekki rétt á sér á meðan að 28% voru á því að þær ættu rétt á sér. Þess má þó geta að könnunin telst seint marktæk enda lítil svörun og ekki mjög vísindalega gerð. En samt gaman að henni.


« Fyrri síða

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband