Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
17.2.2008 | 14:20
If the human race continues to get fatter, then...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2008 | 23:50
This is a strictly mathematical viewpoint...
it goes like this:
What Makes 100%?
What does it mean to give MORE than 100%?
Ever wonder about those people who say they are giving more than 100%?
We have all been to those meetings where someone wants you to give over 100%.
How about achieving 103%? What makes up 100% in life?
Here's a little mathematical formula that might help you answer these questions:
If:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z ...
is represented as:
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26.
Then:
H-A-R-D-W-O-R-K
8+1+18+4+23+15+18+11 = 98%
and
K-N-O-W-L-E-D-G-E
11+14+15+23+12+5+4+7+5 = 96%
But,
A-T-T-I-T-U-D-E
1+20+20+9+20+21+4+5 = 100%
And,
B-U-L-L-S-H-I-T
2+21+12+12+19+8+9+20 = 103%
AND, look how far ass kissing will take you.
A-S-S-K-I-S-S-I-N-G
1+19+19+11+9+19+19+9+14+7 = 118%
So, one can conclude with mathematical certainty that While Hard work and Knowledge will get you close, and Attitude will get you there, it´s the Bullshit and ass kissing that will put you over the top.
"REMEMBER SOME PEOPLE ARE ALIVE SIMPLY BECAUSE IT IS ILLEGAL T O SHOOT THEM."
Bloggar | Breytt 16.2.2008 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2008 | 10:47
Farakostur yfir höf og vötn.
Í dag féll dómur yfir mönnum sem sigldu skútu yfir atlantshafið í september. Reyndar var sjálf siglingin ekki refsiverð. Sjálfur hef ég verið farþegi í stórri skútu fyrir mörgum árum síðan. Þar var sjórin sléttari og sól á himni. Enda var ég þá hinum megin á hnettinum, nánar tiltekið á Nýja-Sjálandi. En þessa snekkju rakst ég á í Svíþjóð og ég myndi nú frekar velja að sigla henni en einhverrji skútu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 16:05
Kristinréttur Árna biskups Þorlákssonar 1275
11. Um forræði biskups á kirkjum ok eignum þeirra.
Landeigandi er skyldr at láta gera kirkju á bæ sínum, hverr sem fyrr lét gera.
12. Um kirkjuvígslu.
Vígja skal kirkju síðan er ger er
En ef kirkja brenn upp eða annars kostar spillist, svá at niðr fellr öll eða meiri hlutr, þá skal vígja endrgerva kirkju. En þó at kirkjuráf brenni upp, fúni ok niðr falli lítill hlutr af veggjum, þá skal eigi vígja endrbætta kirkju.
Þessi lög eru enn í gildi, þó svo að það eru einungis tvær greinar eftir af þeim og þau komin til ára sinna. Er nokkur ástæða til að breyta góðum hlutum, hvort sem það er gamli góði Saab-inn eða góðum lögum?
Þetta eru elstu lögin inn á vef alþingis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 10:00
Hækkun Eldsneytisverðs
Nú hækkar og hækkar eldsneytisverð og virðist sem ríkisstjórninni finnist það ekki koma sér við. Fór áðan inn á heimasíðu Skeljungs og fletti upp hvað 95 okt bensín og dísil kostar nú í sjálfsala og hvað það kostaði fyrir nákvæmlega ári síðan.
Verð í dag | Verð fyrir ári | Hækkun | |
bensín | 137,9 | 111 | 24,23% |
dísil | 142,4 | 112,5 | 26,58% |
Þeir þættir sem hafa mest áhrif á eldsneytisverð eru , skattar og gjöld, breyting á heimsmarkaðsverði og svo gengi bandaríkjadollara. Væri ekki þjóðráð að minnka aðeins álögurnar á eldsneytisverðinu til að ná því niður núna?
Allavega verður taxti leigubíla að hækka, annars mun ég hætta að keyra leigubíl um helgar.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2008 | 17:40
Nafnabreytingar, lögrétta og lögsögumaður alþingis.
Fór áðan á ansi skemmtilega málstofa sem haldinn var í Háskólanum á Bifröst. En þar var Sigurður Líndal lagaprófessor með erindi sem bar heitið: Alþingi á Þingvöllum.
Kom hann þar fram með meðal annars hugmyndir um að taka upp gömul nöfn á ýmsu tengdu starfsemi Alþingis. svo sem að kalla þingsalinn lögréttu og að forseti alþingis yrði kallaður lögsögumaður, reyndar taldi hann að stytta mætti það í lögmann. Persónulega líst mér betur á lögsögumanninn. En fyrrum þingmaður var þarna á staðnum og reyndar annar fyrrum varaþingmaður. Gat ég ekki heyrt betur en að þeim lítist vel á þessar hugmyndir, allavega tjáði Bryndís Hlöðversdóttir að sér þætti þetta áhugaverðar hugmyndir sem ætti fyllilega rétt á sér að skoða.
Eins kom Sigurður Líndal með hugmyndir um að setja Alþingi á þingvöllum að sumri til, það er á sama tíma og Alþingi var sett hið forna, þar sem að forsætisráðherra myndi flytja hélstu stefnumál sinnar ríkisstjórnar og síðan yrði fundi frestað og haldið áfram að hausti í Reykjavík.
Að mínu mati eru þessar hugmyndir bæði mjög þjóðlegar og áhugaverðar. Auðvitað eru ákveðin vandkvæði við að setja þing á þingvöllum, spurning hvort að það þyrfti að reisa hús undir það, því ekki getum við treyst á gott veður og ófært er að láta alþingismenn hýra í roki og rigningu við setningu þings. En vissulega væri þetta þjóðlegt og áhugavert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2008 | 20:40
Flott hús...
...jebb, þetta hús er mjög flott að utan og enn flottara að innan. En ég tók þátt í smiði þessa húss, eitt sumar er ég var að þvælast í Stockholm. Inn í þessu húsi var allt til alls, æðislegt nuddhornbaðkar, flott eldhús, arinn ofl. Eigandi þessa húss kvaðst vera umboðsmaður Bruce Springsteen í Evrópu. Hann mætti reglulega með bjórkassa og pizzur fyrir okkur. Á sama tíma tókum við þátt í smiði annars húss sem tölvunarfræðingur átti, hann var ekki eins liðlegur. Sá hafði lesið bók um smíðar og fylgdist í smáatriðum með öllu saman og setti út á ef hluturinn var ekki gerður eins og stóð í bókinni hans. Enda gekk hans hús mun hægar í byggingu.
Ég komst að því að ég ætti enga framtíð við smíðar og sneri aftur heim til Íslands. Enda er ÍSLAND BEZT Í HEIMI. Í haust mun ég ljúka Mastersgráðu í lögfræði, kannski mun ég einn góðan veðurdag láta byggja hús fyrir mig, en ég mun sleppa því að lesa mig til um hvernig skuli byggja hús og láta verktakana um það.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 12:43
Það rigndi mikið í nótt...
...en einhvern veginn efast ég um að Norðurá í Norðurárdal hafi flædd upp fyrir bakka sína á þessum stað í ánni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2008 | 10:46
Framtíðar jólatré....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 16:29
Lögmenn og siðferði
Oft á tíðum skilur fólk ekki hvernig lögmenn geti tekið að sér að verja sakborninga. Sérstaklega þá sakborninga sem hafa framið gróf og alvarleg brot. Til að mynda barnaperra og morðingja. Margir halda að lögmenn séu gjörsamlega siðblindir ef þeir taka að sér að verja slíka menn. En þar fer fólk í raun villu vegar, því að lögmaðurinn er í raun ekki að verja brot þessara manna heldur er hann að verja réttvísina. Það er að sakborningurinn fái réttlát réttarhöld. Hann á að sjá til þess að allt komi fram sem getur komið sakborningi til refsilækkunar og að saksóknarinn fari ekki út fyrir sitt svið, heldur notist eingöngu við þau lagalegu úrræði sem eru til staðar. Þannig á lögmaður að efla rétt og hindra órétt eins og kemur fram í 1.gr. siðareglna lögmannafélagsins, síðan segir í 8.gr. að lögmaður skuli leggja sig fram um að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna. Ber honum að vinna það starf án tillits til eigin hagsmuna eða persónulegra skoðana osfrv.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar