Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
2.5.2008 | 07:06
Þorbjörn
Skrapp um daginn upp á fjallið/fellið eða hólinn Þorbjörn í Grindavík. En ég er á nýjan leik á leiðinni upp á Hvannadalshnjúk svo það veitir ekki af að æfa sig aðeins fyrir þá ferð. Reyndar er mjög auðvelt að klífa upp Þorbjörn. En um er að ræða móbergsfell sem er 243 m yfir sjávarmáli og þaðan er mikið útsýni yfir Reykjanesfjallagarðinn. Uppi á fellinu er gjá eða sprunga sem heitir Þjófagjá, að sögn eftir 15 þjófum sem höfðust við í gjánni og stálu fé Grindvíkinga. Voru þeir síðast unnir með prettum að því er sagan segir. Á Þorbjarnarfelli fórst í flugslysi í síðari heimstyrjöldinni C. Andrews, yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna á Norður-Atlantshafssvæðinu, ásamt fleiri háttsettum foringjum. Voru þeir að koma vestan frá Ameríku til lendingar á Keflavíkurflugvelli en flugvélin hefur sennilega flogið of lágt. Aðeins einn maður komst lífs af úr þessu flugslysi og beið hann björgunar á annan sólarhring. (Heimild http://www.reykjanes.is/Um_Reykjanes/Fjoll/THorbjorn/) Ekki veit ég hví maðurinn þurfti að bíða svona lengi eftir björgun.
En fleiri myndir úr ferðinni má sjá í myndaalbúminu með því frumlega nafni Þorbjörn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar