Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Borgarstjórn Reykjavíkur

Ágúst 2008 002

Einhvern veginn held ég að þessir tveir tuddar væru skárri í Borgarstjórn Reykjavíkur en núverandi borgarfulltrúar og þá á ég bæði við fulltrúa minnihluta og fulltrúa meirihluta. Hef enga trú á þessu fólki og svo hafa pottþétt verið mikil baktjaldamakk í flokkunum við að ákveða hverjir fengu að vera í hvaða nefndum. Vona bara að það muni hæft fólk bjóða sig fram við næstu kosningar. Einhvern veginn grunar mig að þá munu einungis þrír flokkar fá menn inn, það er Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri Grænir. En þetta mun koma í ljós eftir næstu kosningar.

En tuddunum þarna treysti ég vel, enda góðir og saklausir tuddar.

Góðar stundir


Gleðidagur

Fór upp á Bifröst í dag til að verja mastersritgerðina mína. Viti menn það gekk svona líka ljómandi vel. Leiðbeinandinn og dómnefndarmennirnir voru mjög sátt. Fékk einkunn sem ég er mjög sáttur við og nú mun ég útskrifast í byrjun september með mastersgráðu í lögfræði eða Master of Law eins og það heitir á enskunni.

Svo að nú þarf ég að fara að finna mér eitthvað að gera á kvöldin, enda þarf ég ekki að lesa námsbækur á kvöldin eða að dunda mér við að skrifa mastersritgerð. En jæja ég hlýt að finna eitthvað til að gera af mér.

Góðar stundir


Það er af sem áður var. Refsiheimildir sem fallnar eru úr gildi.

"Samkvæmt 10. gr. hegnl. 1869 eru refsingar þær, sem dæma má eftir þeim lögum líflát, hegningarvinna, fangelsi, sektir, og missis embættis, sýslunar eða kosningarréttar. Karlmenn á aldurskeiði frá 15-18 ára mátti dæma í hýðing með reyrpriki og börn í hýðing með vendi." Þetta kemur fram í greinagerð með núverandi hegningarlögum og sjá má í Alþingistíðindum A-deildar frá árinu 1939 á bls. 362, í sömu alþingistíðindum segir svo á bls. 353 eftirfarandi: "Hinsvegar verður ekki ætlað, að refsing sé til þess fallin að betra hugarfar þess, sem fyrir henni verður. Hún er, eins og áður segir, nauðsynleg neyðarráðstöfun, en til þess að ala upp sanna löghlýðni munu aðrar aðferðir betri." En hvaða aðferðir séu til þess að ala upp löghlýðni er ekki getið.

Hvort að menn hafi talið áður það vera góð leið til að ala upp löghlýðni að dæma menn til hýðingu með reyrpriki eða vendi skal ósagt látið. En vissulega væri þjóðfélagið mun betra ef að flestir menn væru löghlýðnir, en hvort að lengri refsingar hafi áhrif til að ala upp löghlýðni efast ég um. Ég er þó á þeirri skoðun að það þurfi að beita refsingum er menn fremja afbrot. Með því að beita sakborningi refsingu er hann brýtur af sér í þjóðfélaginu, þá er verið að sefja þjóðfélagið, því að þjóðfélagið verður reitt út í viðkomandi aðila og gerir kröfu um að hinum seka verði refsað, með refsingunni minnkar svo reiðin í þjóðfélaginu, þannig næst ákveðin sefjun og að sama skapi getur refsing komið sakborningi til góðs, ef að hann er með mikla sektarkennt. Þannig getur refsing verið honum einskonar friðþæging fyrir hið framdi afbrot.

En best af öllu væru að menn væru löghlýðnir og létu öll afbrot eiga sér stað, þannig að ekki þyrfti að koma til refsingar, enda eru refsingar mjög þungbærar þeim sem hljóta þær og mjög kostnaðarsamar fyrir þjóðfélagið. Ef að allir væru löghlýðnir þá væri hægt að lækka skatta okkar til muna.

Góðar stundir

 


Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband