Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
14.9.2008 | 10:37
Vatn
Stundum heillist vatnið yfir mann í formi rigningar, eins heillist vatn yfir mann er maður fer í sturtu. Þarna væri hugsanlega hægt að fara í náttúrulega sturtu, en þarna hefur vatnið safnast saman í svokallaðan árfarveg sem rennur svo í rólegheitum þangað til það kemur að klettum þá steypist það niður og breytist í foss. En þessi tiltekni foss heitir Seljalandsfoss og er enn af þeim fegurri hér á landi að mínu mati.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2008 | 16:52
Kýr
Skepna að virða fyrir sér þessar furðulegu verur sem komu að hitta hana fyrr í sumar. Hvaða fólk skyldi þetta nú eiginlega vera, best að hnusa aðeins að þeim og finna lyktina af þessu fólki. Seinnilegast hef ég nú hitt þetta fólk áður...
Sumar skepnur heilsa með því að rétta fram fót, til dæmis hundar, en þessi skepna ákvað að heilsa með tungunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 22:27
Gönguklúbburinn Leifur Lost
Jæja nú eru flestir ef ekki allir meðlimir gönguklúbbsins Leifur Lost fluttir í bæinn. Því mun sá gönguklúbbur fara af stað aftur. Þó ekki fyrr en eftir næstu helgi, enda erum við nokkur úr hópnum að útskrifast um einmitt næstu helgi. Seinnilega munum við þó ekki ganga þar sem að þetta skilti er, en ég rakst á þetta skilti á einu af mörgum ferðalögum mínum um Hveragerði í sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 21:59
Lögfræðingur eða bóndi!
Einhvern veginn líður mér alltaf mjög vel í sveitinni og skrepp á hverju ári í Reykhólasveitina, þar sem ég var í sveit sem stráklingur. Í raun hefði ég kannski frekar átt að fara í nám á Hvanneyri í stað þess að fara í lögfræði á Bifröst. Hugsa að ég hefði alveg notið mín sem bóndi út í afdölum, en þið megið samt ekki misskilja mig, lögfræðin er líka mjög skemmtileg, enda eins gott, því ég er að útskrifast með ML-gráðu núna á laugardaginn kemur.
Á þessari mynd má sjá þrjá heimalinga fá sér smá mjólkursopa.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar