27.11.2007 | 15:45
Hvaðan koma lögin? Heimspekihugleiðingar
Á þessari önn hef ég tekið kúrs sem ber rangheitið Almenn Lögfræði IV, hérna upp á Bifröst, en er í raun réttarheimspeki.
Þar erum við að læra um nokkrar kenningar um hvaðan lögin koma. Til hvers eru lög til, eða eru þau almennt til? Þurfum við lög? Eigum við yfirleitt að hafa lög eða eru lög gagnslaus? Eru lögin kannski bara stjórntæki fyrir yfirvöld til að halda borgurum i skefjum á meðan að þau ná sínum markmiðum fram.
Náttúruréttur er ein af þessum stefnum. Þar lærðum við meðal annars um mann sem heitir Tómas Af Aquino, hann sá ástæðu til að skrifa bók, Summa Theologia, um Guðfræði og lögin, hann náði að vísu ekki alveg að klára bókina en sú bók nam 60 bækur í Skírnisbroti er hún var endurútgefin í London 1966 (að vísu er sú útgáfa bæði á latnesku og ensku). En hann taldi að meðal annars væru til:
- Eilíf lög
- Eðlislög
- Mannalög
Hann vildi meina að eilífu lögin kæmu frá Guði, þau væru ekkert annað en sú tegund guðlegrar visku sem stýrir athöfnum og hreyfingum, eilífu lögin væru lög guðs þar sem að mannalögin nái einungis til skynsemi gæddra skepna sem lúta manninum.
Eðlilögin tilheyra allar hneigðir manna svo sem holdleg fýsn, samfarir karls og konu, menntun og afkvæmi ásamt reiði. Okkur væri eðlislægt að hafa samfarir til að eignast afkvæmi sem væri okkur svo eðlislægt að hugsa um þau, fæða, klæða og mennta.
Mannalög væru þau væru byggð á skynsemi og leidd af eðlislögunum. Ef lög væru ekki skynsöm og siðferðislega réttlát, þá væru það ólög. Þeim bæri ekki að taka mark á.
Eins var farið í vildarrétt, þar eru menn á öndverðu meiði varðandi náttúrurétt og vilja meina að siðferði hafi ekkert að gera með lögin. Lög séu bara lög, burt séð frá því hvort að þau séu siðferðislega réttlát eður ei. Borgurum beri að fara eftir lögunum, annars skuli þeim refsað. Ef þú fylgir ekki lagabókstafnum þá skuli bara refsa þér, skiptir engu máli hvort að lögin séu siðferðislega réttlát eður ei. Lög eru bara lög og ekkert kjaftæði meira með það.
Nú ok þá eru Marxistar eftir, ath ekki rugla þeim saman við kommúnisma.
Lögin í huga marxista eru ekkert annað en valdatæki stéttarkúgarana. Þau eru hálfgert ofbeldistæki sem ríkjandi stétt notar til að viðhalda sínum hlut. Þróunarkenningin skv. marxistum kenningunum er ekki þægileg því að hún segir að þróunin verði í ákveðnum stökkum með byltingum Öll vísindi væru dæmd til að detta úr leik, þar sem að það fyndist alltaf eitthvað betra. En Marx tengdi þetta við hagkerfið og vildi meina að framleiðsluöflin væru að þróast í gegnum hagkerfið en þjóðfélagsöflin, pólitík osfrv væri yfirborðið en hitt ynni á undirborðinu.
Lenin taldi ekki hægt að koma á kommúnisma einn tveir og þrír og lagði til að hafa sterkt flokksræðið og sterk ríkisvald, þar með víkur hann mikið frá kenningum Karl Marx. Það tókst ekki að afnema lögin því það þurfti að klára stéttarbaráttuna. Hin opinbera hugmyndafræði til 1937 var að nota þurfti lögin til að ná fram markmiðunum. Þannig að það reyndi meira á lögin sem tæki ríkisvaldsins og voru lögin réttlæt til að ljúka stéttarbaráttunni og síðan áttu þau að deyja út. En lög eru óþörf þar sem að allir eru jafnir.
Fleiri stefnur komu til en ég ætla að bíða með þær.
Spurning hvort að einhver af þessum stefnum er réttari en hin.
- Koma lögin frá Guði og skiptir siðferði þeirra máli? Svo segir Tómas af Aquino
- Eru lög bara lög óháð siðferði? Svo segia vildarréttarmenn s.s. Hart
- Eru lögin ekki bara valdatæki stéttarkúgara? Svo segir Karl Marx
- Eru lögin ekki bara óþörf ef allir eru jafnir? Lenín vildi meina það.
Svarið hver sem vill.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2007 | 00:04
Landafræðikennsla í USA
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2007 | 17:48
Heimskir glæpamenn
Einhvern veginn hefur mér ávallt þótt gaman að horfa á lögguþætti. Sérstaklega sanna lögguþætti. Á þessari heimasíðu, Court tv red má sjá heimska glæpamenn fremja glæpi og reyna að stinga lögregluna af, meira að segja má sjá naut stinga lögreglubíl sem er eitthvað sem lögreglumenn lenda ekki í dagsdaglega.
Myndin hér að neðan er þó fengin að láni af annarri heimasíðu, en þarna hefur lögreglan ekið á símasjálfsala og tekið hann með sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2007 | 18:06
Slæmur dagur
Nú man ég af hverju ég vildi ekki gerast pípari.
Hvað var lögreglan að elta?
Hvor er þyngri, pabbinn eða barnið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2007 | 10:43
Jafnrétti og femínistar
Ég hef stundum verið að velta fyrir mér hvað femínistar séu að gera, fyrir hverju eru þær að berjast. Svo ég ákvað að gera örlitla rannsókn á málinu. Tek fram LITLA rannsókn. En á heimasíðu femínistafélags Íslands, segir: "Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því." Í markmiðum félagsins kemur svo eftirfarandi fram:
"Markmið Femínistafélags Íslands er að efla gagnrýna og femíníska umræðu á öllum sviðum þjóðlífsins og berjast gegn hverskonar birtingarmyndum kynjamisréttis."
Þetta er mjög fallegt og gott málefni í alla staði, að berjast fyrir jafnrétti og bæta land og þjóð. Að sumu leyti hafa þær gert góða hluti, en einhvern veginn hefur mér virst að femínistar í dag séu að berjast fyrir röngum málefnum. Til dæmis þegar ég les um að eitt af fyrstu verkum þingkonunnar Steinunnar Valdísar sé að berjast fyrir samþykki þingsályktunartillögu um breytingu á stjórnarskránni til að breyta orðinu "Ráðherra" þannig að bæði konur og karlar geti borið það til jafns. Hún kemur ekki einu sinni fram með tillögu að nafni, nema að það sé minister, sem hún virðist mjög hrifin af. Er ekki til mikilvægari málefni til að berjast fyrir á hinu háttvirta alþingi.Ætlar hún þá líka að berjast gegn orðinu Herranótt, Formanni, forseti, vélstjóri, skipstjóri osfrv. Hvaða rugl er þetta?
Eins hafa feminístar verið að berjast gegn vændi. Atli Gíslason lögfræðingur vill til dæmis fara hina sænsku leið eins og sjá mátti í Silfri Egils. Þar er ég algjörlega sammála Brynjari Níelssyni lögmanni um að hún er eins heimskuleg og hægt er. Eins og hann segir, þetta er eins og að dæma fíkniefnakaupandann en ekki fíkniefnasalann, það væri jafnvitlaust. Annað hvort dæmir maður báða aðila eða hvorugan. Ef þú vilt berjast gegn mannsali þá eru lög til sem banna slíkt.
Í dag frétti ég að femínistar fagni ógurlega því að borgarráð tók ólögmæta ákvörðun um að neita öllum nektardansstöðum um rekstrarleyfi. Fer Sóley Tómasdóttir þar fremst í flokki.
Í sama þætti af Silfri Egils bendir Arnþrúður Karlsdóttir á að femínistafélag Íslands er aðallega fyrir sérréttinda hópa. Það er fyrir konur sem hafa náð góðum árangri í lífinu. Til þess eins að þær komist í stjórnir félaga. Maður spyr sig af því hvort að slíkt sé ekki rétt þegar maður sér frumvarp þar sem að lagt er til hina norsku leið, það er að valdahlutfalli í stjórnum félaga skuli vera að lágmarki 40% konur og karla. Skal það gilda um opinber hlutafélög svo og fyrirtækja sem ríki og sveitarfélög eru aðaleigendur að.
Ég er fylgjandi jafnrétti kynjanna, en ég er á MÓTI forréttindum. Ég tel að það eigi ávallt að ráða hæfasta einstaklinginn í starfið, hvaða máli skiptir hvort að það er karl eða kona? Því get ég ekki séð að það skiptir neinu máli hvort að það sé karl eða kona í stjórnum fyrirtækja á meðan að sá hæfasti er ráðinn.
Eitt að lokum, nú er Rúv opinbert hlutafélag, ekki hef ég séð neinn gera athugasemdir við það að í "kvennastarfinu" þulan, starfi eingöngu konur. Nú um daginn var verið að ráða nýjar þulur og þrátt fyrir að eina karlþulan til margra ára hafi verið að hætta ásamt annarri þulu, þá var samt sem áður eingöngu ráðnar kvenkyns þulur. Ekki heyrist bofs frá feminístum út af þessari ráðningu, enda virðist sem að jafnréttið gildi eingöngu á annan veginn hjá þeim eða geta karlmenn kannski ekki sagt: "Næst á dagskrá er..." með sómasamlegum hætti?
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2007 | 17:45
Gönguhópurinn Leifur Lost
Gönguhópurinn Leifur Lost fór í fallegu veðri út að ganga. Göngumenn létu frost og kulda ekki stoppa sig enda eins og áður segir veðrið með einsdæmum fallegt og blankalogn. Þessar myndir voru teknar á símann minn og gæðin náttúrulega eftir því. En fleiri myndir úr göngutúrnum má sjá hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.11.2007 | 15:16
Athyglisverður dómur
Hrd. 1962 bls 907
Málavextir eru þeir að verið var að flytja lítin bát á palli vörubifreiðar. Þegar á áfangastað var komið átti að láta bátinn sem var af asdic gerð síga af pallinum og inn í skemmu. Skyldi þetta gert með því að lyfta vörubílspallinum upp rólega og láta hann síga niður á spírur sem komið hefði verið fyrir, voru svo nokkrir verkamenn tilbúnir að taka á móti bátnum. Þegar báturinn rann af stað, virðast þeir, sem áttu að styðja við hann, ekki hafa ráðíð við hann sökum ferðar hans og þyngdar. Lenti báturinn ofan á spírunum og velti þeim á undan sér með þeim afleiðingum, að stefnandi og P. urðu á milli með fæturna, þegar spírurnar runnu saman, en við þetta brotnaði hægri fótur stefnanda og fór úr líði um ökla. Þar sem að talið var að þetta væri hluti af "eðlilegri" notkun vörubifreiðar, þ.e. að lyfta palli þá taldist að hin hlutlæga ábyrgðarregla ætti við og fékk stefnandi því bætur.
En hlutlæg ábyrgðarregla er þegar skaðabótaábyrgð stofnast án tillits til þess hvort að tjón verði rakið til sakar. Til dæmis ef að lamb hleypur í veg fyrir bíl og drepst þá ber eigandi bílsins ábyrgð á tjóninu.
Þess má geta að báturinn á myndinni er algjörlega óviðkomandi þessum dómi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2007 | 00:32
Rwanda afnemur dauðarefsingar
Ekki er langt síðan að ég sá mynd sem heitir Hótel Rwanda en hún fjallar um þjóðarmorðin sem áttu sér stað þar í landi fyrir röskum áratug. En í dag er tíðin sem betur fer önnur þar í landi, hafa þeir meðal annars bannað dauðarefsingar, á meðan að ríki sem við teljum mun þróaðri og beri meiri virðingu fyrir mannréttindum halda enn í dauðarefsinguna svo sem Bandaríkin og Kína. Skv. skýrslu frá Amnesty International, sem má nálgast á þessari slóð, þá voru að MINNSTA kosti 1.591 fangi tekinn af lífi í 25 löndum, sprautaðir með banvænni sprautu, hálshöggnir, notuð aftökusveit, rafmagnsstól eða hreinlega grýttir til dauða, að auki voru 3.861 dæmdir til dauða í 55 löndum. En jafnvel er talið að mun fleiri hafi verið teknir af lífi, jafnvel allt að 7.500-8.000 manns bara í Kína. En þessar upplýsingar teljast til þjóðarleyndarmáls þar í landi. Kínverjar hafa reyndar verið manna duglegastir við að taka fólk af lífi. Ef það má þá kalla dugnað!!!!
Þann 10. október 2007 var alheimsdagur gegn dauðarefsingum þar sem að beint var augun að tillögu Sameinuðu þjóðanna um samþykkt gegn aftökum. Því miður varð ég ég ekki var við fréttaflutning tengd þessu hér á landi, en þeir sem vilja, geta skrifa undir áskorun gegn dauðarefsingum á netinu. Hægt er að gera það á þessari slóð, hvet ég sem flesta til að gera slíkt. Óskandi væru að allar þjóðir heims færu að ráði Rwanda í þessu máli og létu af dauðarefsingum. Batnandi þjóð er best að lífa.
Vert er að hafa í huga, þegar dauðarefsing hefur verið framkvæmd þá er ekki hægt að taka hana tilbaka. Þannig að ef að saklaus maður er dæmdur til dauða, og tekinn af lífi, þá verður hann ekki endurlífgaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 14:16
Dauðarefsingar, bjarga þær mannslífum?
Rakst á grein í The New York Times um dauðarefsingar. En Prófessorar í hagfræði annars vegar og lögfræði hins vegar hafa verið að velta fyrir sér kostum og göllum dauðarefsingar almennt séð. Sumir vilja meina að hver dauðarefsing bjargi um það bil 3-18 mannslífum sbr.
"According to roughly a dozen recent studies, executions save lives. For each inmate put to death, the studies say, 3 to 18 murders are prevented"
Þar með eru þær víti til varnaðar. Á meðan að aðrir vilja meina að þetta sé ekki rétt, enda séu morðingjar lítið að íhuga viðurlög við refsingum er þeir fremja glæpinn. Eins benda þér á að í Kanada hefur þróun morða verið svipuð og í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að þar í landi sé ekki dauðarefsing við lýði lengur. Eins bendir hagfræðiprófessor á hve dýrar dauðarefsingar eru, sbr.
There is also a classic economics question lurking in the background, Professor Wolfers said. Capital punishment is very expensive, he said, so if you choose to spend money on capital punishment you are choosing not to spend it somewhere else, like policing.
Skv. 2.mgr. 69.gr. hinnar Íslensku stjórnarskrá nr.33/1944, þá eru dauðarefsingar bannaðar.
En hvað gerist ef að maður sem er dæmdur til dauða veikist og fær ólæknandi og jafnvel kvalarfullan sjúkdóm, breytist þá refsing fangans í "Líknardráp"? Hver er þá refsingin? Eiga dauðdómar almennt rétt á sér eiður ei? Svarið hver sem vill.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2007 | 15:53
Bifreið framtíðarinnar, spádómar um útlit bíla eftir 50 ár.
Þessi bill hér að ofan ku vera Mercedes Benz Silverflow.
En bifreiðin hér að neðan er svo Nizzan OneOne
En þessa framtíðarbílar ásamt fleirum mátti sjá á sýningunni LA Auto show. Hvor bifreiðin finnst ykkur flottari og hvor er líklegri til að hafa rétt fyrir sér?
Við munum sjá eftir 50 ár hvort að hönnuðir þessara bifreiða hafi haft rétt fyrir sig varðandi útlit þeirra. En þangað til, akið varlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar