15.11.2007 | 00:38
Athyglisverður dómur
Hrd 1953 bls 170
Ég hef aldrei skilið af hverju menn leggja ástfóstur við bílnúmer eins og sumir gera.
Í þessum dómi hafði Ó keypt sér bíl árið 1926 af Dixie Flyer gerð, fékk hann bílnúmerið A 2. Alla tíð greiddi maðurinn öll lögboðin gjöld af bílnum, en hafði hinsvegar trassað að fara með bílinn í skoðun. En á 12 ára tímabíli fór hann einu sinni með bílinn i skoðun en það var sumarið 1941. Reyndar notaði hann bílinn litið. En í september mánuð árið 1948 gerði bifreiðaeftirlitsmaður bæjarins sér lítið fyrir og afmáir þessa bifreið úr bifreiðaskrám embættisins og deildi út númerinu að nýju. Svo Ó höfðaði mál gegn lögreglustjóra bæjarins og krafðist þess að fá númerið aftur. En þar sem að ekki þótti sannað að bifreiðin væri í lagi þá þótti rétt að sýkna lögreglustjórann að svo stöddu.
Ekki er ég nú viss um að þetta sé eins bifreið og um ræðir í dómnum, en þetta er BMW Dixie árgerð 1926.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei mig minnir að Dixie Flyerinn hans Óskars ÓSbers hafi verið svartur og af árgerð 1923. Var stundum á bílasýningum Bílaklúbbs Akureyrar í den. Ef þetta er þá sama dæmið.
Kv. Steini
Þorsteinn Gunnarsson, 15.11.2007 kl. 01:30
Sæll
Þetta er örugglega sama dæmið. Það kemur ekki fram í dómnum hvaða árgerð bilinn er, einungis hvaða tegund og hvaða ár Óskar keypti bílinn sinn. Því miður fann ég enga mynd á netinu af Dixie Flyer er ég setti þessa færslu inn, einungis af BMW Dixie, nú veit ég ekki hversu líkir þessir bílar eru, en það væri fróðlegt að sjá mynd af umræddum eða samskonar bíl.
Leifur Runólfsson, 15.11.2007 kl. 14:13
Árið 1988 keyptu margir menn þann bíl sem þeir ætluðu að eiga um aldur og ævi til þess að geta haldið númerinu sínu.
Einnig var það mjög þekkt á árunum þar á eftir að a.m.k. önnur númeraplatan datt á dularfullan hátt af bílnum rétt áður en bíllinn var seldur. Sama númeraplata átti jafnvel til að birtast uppi á vegg á heimili bíleigandans stuttu síðar.
Í dag er svipuð árátta þekkt þar sem menn eru að borga stórfé fyrir alskonar einkanúmer.
Ég myndi alls ekki vanmeta ást manna á bílnúmerum.
Ragnar F. Valsson, 15.11.2007 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.