16.11.2007 | 13:49
Eru lestarsamgöngur lausnin?
Á undanförnum árum hefur verið mikið skrafað um hvort að það eigi að vera flugvöllur í vatnsmýrinni í Reykjavík. Hingað til hef ég verið fylgjandi flugvellinum, en hinsvegar þykir mér kominn tími á að við íslendingar förum að skoða alvarlega hvort að við ættum að taka upp lestarsamgöngur. Í Svíaríki er núna flugfélagið SAS að segja upp 230 manns á meðan að SJ-Tåget er að ráða til sín 1.000- manns. SJ spáir því að innanlandsflugið innan Svíþjóðar muni stórlega dragast saman á næstu árum og nánast leggjast af. Eins benda þeir á að lestarsamgöngur eru umhverfisvænni en flugsamgöngur.
Spurning er hvort að lestarsamgöngur frá til dæmis Leifsstöð, með viðkomi á gamla varnarliðssvæðinu, þar sem að háskólaþorpið Keilir er, svo í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog að miðbæ Reykjavíkur myndi ekki geta gagnast ansi mörgum. Allavega gæti það nýst þarna ferðalöngum til og frá Leifsstöð, háskólanemum, fólki á leið í og úr vinnu, og jafnvel stytt leigubílaröðina í miðbænum um helgar Svo framarlega sem lestin yrði í gangi allan sólarhringinn og stoppustöðvar í áðurnefndum bæjarfélögum. Hægt væri að byrja á þessari leið og taka síðar í gagnið lestarsamgöngur viðar um landið, t.d. til Akureyrar, Selfoss osfrv. Reyndar sé ég ekki fyrir mér lestarsamgöngur til Vestmannaeyjar.
Með þessu mætti allavega minnka umsvifin á Reykjavíkurflugvelli.
Nú mun einhver eflaust tala um sjúkraflugið, því sé nauðsynlegt að halda í flugvöllinn, ætla að taka það fram að ég er alls ekki á móti flugvellinum en er ekki sjúkraflugið að færast mikið yfir á þyrlurnar, sem lenda þá við LSH-Fossvogi?
Þykir mig rétt að skoða alla möguleika, kannski eru lestarsamgöngur lausnin, kannski alls ekki. En vert er samt að skoða og reikna út dæmið að, mínu áliti.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.