Helgisaga

Jæja, ákvað í þetta sinn að blogga um hvað dreif á mína daga um helgina og hvað ég varð vitni að. Var að vanda að keyra leigubílinn um helgina, en hefði í raun átt að vera að lesa fyrir prófin. Las samt sem áður eitthvað líka.

Varð vitni að því er tveir dyraverðir á einum veitingastað bæjarins tóku sig til og skelltu mann í jörðina og héldu honum niðri. Ekki veit ég hvað blessaður maðurinn gerði af sér eða hvort að dyraverðirnir hafa tekið of harkalega á málinu. Allavega lá maðurinn þarna í jörðinni með tvo fíleflda dyraverði ofan á sig. Þetta var snemma kvölds, langt fyrir miðnætti.

Einn aðili reyndi að stinga af frá mér, aðili sem ég hef ekið nokkrum sinnum, aldrei verið neitt vandamál á honum fyrr en nú. Var auðsjáanlega eitthvað ílla fyrirkallaður. Yfirleitt ræðir hann um að öreigar allra landa eigi að sameinast, er sem sé hallur undir kommúnisma að ég tel. Ég leyfði nú viðkomandi bara að fara enda upphæðin mjög lá, en hringdi í hann daginn eftir. Komst sem sé að því hvað hann heitir. Manngreyið varð alveg eins og aumingi og viðurkenndi sitt brot og ætlar að greiða sitt far eins og manni sæmir.

Nú svo var ég að aka upp brekku í austurbæ Reykjavikur er bíll kemur niður sömu brekkuna og eitthvað verður til að ökumanninum verður eitthvað á, rekst á stein sem er utan vegar og ég sé bílinn takast á loft og endar svo á hvolfi. Vildi svo heppilega til að einn af farþegunum hjá mér var starfandi hjúkrunarkona. Betur fór en á horfðist og slapp ökumaðurinn, lítið eða algjörlega ómeidd, ásamt litla hundinum. En hinsvegar sá ég þarna að ég þarf að drífa míg aftur á skyndihjálparnámskeið. Ár og öld síðan að ég hef farið á slíkt, seinnilega fór ég síðast á skyndihjálparnámskeið á Nýja Sjálandi 1986! Góðan daginn. Mæli með því að allir fari á skyndihjálparnámskeið reglulega.Verð að taka mig á í því efni. En ég hringdi strax í neyðarlínuna, lögregla, slökkvilið og sjúkrabíll koma á vettvang skömmu síðar. En lögreglumaðurinn sem tók niður nafnið mitt, kunni auðsjáanlega ekki að skrifa Leifur!! En hann skrifaði Leyfur, ég leiðrétti hann nú hið snarasta. Vonandi góður lögreglumaður Police þó svo að hann sé ekki góður í stafsetningu.

Nú svo fékk ég freistandi boð frá tveim eldri konum. Þær hafa nú verið allavega tíu til fimmtán árum eldri en ég. En þær buðu mig í threesome!!! En þeim fannst ég svo sætur að sögn.Cool Gaman að því. En ég afþakkaði pent gott boð og þær borguðu bílinn með reiðufé. Ekki veit ég hvað þær hefðu gert ef ég hefði sagt já!!!!!! Devil

Nú svo sá ég að einhver/einhverjir hafa áhuga á að gerast öskukallar. Allavega var búið að leggja tvær ruslatunnur snyrtilegar á miðri miklubrautinni. Sá reyndar ca. hundrað metrum frá tunnunum þrjá prúðbúna drengi ganga í átt að miðbænum á leið á djammið. Veit ekki hvort að þeir komu nálægt þessu eður ei. Skil samt ekki hver fær þörf á að fara með ruslatunnurnar á miðri götu um miðja nótt. Ég hef allavega lítinn áhuga á að koma nálægt slíkum tunnum meira en þörf er á, en bendi viðkomandi aðila/aðilum á að fá sér vinnu hjá t.d. sorphirðu Reykjavíkurborgar. Gæti best trúað að þeim vanti ávallt góða áhugasama starfsmenn.

Keyrði konu heim til sín sem var eitthvað ósátt við sinn eiginmann og hafði skilið hann eftir. Á áfangastað kom í ljós að konugreyið var bæði peningalaus og lyklalaus, en ok, hún bað um að fá að vekja börnin sín og sækja kreditkortið sitt sem væri innan dyra. Hófst hún nú handa við að hringja í krakkana en þau svöruðu ekki, enda steinsofandi. Fór konan þá út og barði á gluggum og hurðum. Þarna horfði ég á virðulega konu (eldri en ég) taka þvílík högg og spörk á hurðir og glugga að hver karlmaður hefði getað verið stoltur af. Þetta tók smá tíma en á endanum tókst henni að vekja einhvern krakka sem hleypti henni inn þannig að hún komst inn og gat gert upp við mig. Ekki veit ég hvernig móttökur eiginmaður hennar hefur fengið er hann kom heim........

En svo var að sjálfsögðu einnig rómantík í bílnum að vanda. Bara gaman að því.

Spakmæli helgarinnar á svo strákur sem sagði óvart "maður á ekki að drekka undir áhrifum áfengis.!!!". En hann ætlaði að segja maður á ekki að keyra undir áhrifum áfengis. Grin Enda tók hann leigubíl í stað þess að aka sjálfur.

En núna er best að demba sér í próflestur.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson

Jújú, maður þekkir þetta, það er alltaf eitthvað spennandi að gerast í leigubílnum.  Blogga sjálfur um helgina eftir helgi ef að Helgi nennir.

Hilmar Kári Hallbjörnsson, 3.12.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 22571

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband