Húsið hans Afa

Er ég flutti til Íslands í nóvember 1973 bjó föður afi minn og seinni kona hans, í litlu en skemmtilegu húsi. Á þessum árum fannst mér húsið aldrei vera lítið, enda tók amma ávallt vel á móti okkur. Fengum yfirleitt hjá henni litla kók og kex. Það var ekki fyrr en löngu seinna að ég áttaði mig á því hvað húsið var í raun lítið og tók eftir því að allt innbúið miðaðist við stærðina á húsinu.

Október 2008 007

Í minni álmunni var forstofa og bókaherbergið hans afa. En hann var prentari og rithöfundur. Hafði mjög gaman af bókum og í þessu litla herbergi voru bókahillur allan hringinn og reyndar var það svo að það var hilla framan við hillu til að koma öllum bókunum fyrir. Þannig að ef þú tókst eina bók úr hillunni þá sástu bókina sem var fyrir aftan hana osfrv.

Í stærri álmunni var svo eldhús og stofa.

Október 2008 008

Þegar maður hugsar til þessa húsnæðis þá þykir maður eitt ótrúlegt og er ég hræddur um að nútíma fólk myndi ekki sætta sig við. En allan þann tíma sem þau hjónakornin bjuggu í þessu húsi, þá þurftu þau annað hvort að fara í bað/sturtu hjá nágrönnunum eða þá fara í laugarnar. Sæji mig í anda fara til nágrannans og biðja um að fá að fara í bað! Því það var hvorki baðkar né sturta í húsinu. Samt bjuggu í þessu húsi um tíma fjögur manns, það er afi og amma, dóttur þeirra og svo dóttursonur. Öll sváfu þau á efri hæðinni og ekki var hátt þar til lofts og stiginn upp var mjög brattur. En öllum leið vel.

Október 2008 009

Ekki vissi ég hversu merkilegt þetta hús var fyrr en þau fluttu út. Í mínum huga var þetta hús einungis merkilegt af því að afi og amma bjuggu þar. En samkvæmt þessu skilti sem nú er fest á einn vegg hússins þá var húsið reist árið 1872 og er eitt örfáa steinbæja frá þeim tíma sem enn stendur uppi. Áður var þarna torfbær og var jörðin ein af hjálegum gamla Reykjavíkurbæjarins.

Október 2008 010

Þetta merkilega hús heitir víst Stöðlakot og stendur við Bókhlöðustíg 6 í Reykjavík. Í dag lítur húsið mun betur út en síðustu árin sem afi og amma bjuggu þar, enda allt verið tekið í gegn. Um tíma var þarna gallerí. En í mínum huga er þetta afahús.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 22519

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband