28.10.2008 | 18:26
Djöfulinn býr á Cayman Islands
Vorið 2007 skrapp ég til Cayman Islands. En eins og fólk kannski veit þá er Cayman Islands þekkt fyrir bankastarfsemi og bankaleynd. Þangað fara margir efnaðir aðilar og stofna bankareikninga. Einu útrásar Íslendinganna sem ég sá á Cayman Islands, voru þeir sem voru á ferðalagi með mér. Enginn af okkur taldi þörf á að stofna bankareikning svo ég viti af, en ég ætla samt ekki að ábyrgjast það. En við komumst að því að helvíti er á Cayman Islands og að djöfulinn býr þar. Skrapp sjálfur þangað og sendi börnunum mínum póstkort "from hell." Í raun var þetta eitt ómerkilegasta túrista-attraction sem ég hef á ævi minni séð. En um var að ræða pósthúsið Hell og svo svart hraun, þar sem var einn lítil devil. Kannski að hann stækki ef fleiri auðmenn koma þangað, ekki veit ég. En miðað við allt svarta hraunið hér á Íslandi þá ætti að vera hægt að búa til merkilegra helvíti. Annars höfum hell bara áfram á Cayman Islands og horfum björtum augum til framtíðar.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.