Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Húsið á sléttunni

DSC00599

Þegar hús eru byggð er margt að gæta. Til að mynda þarf að íhuga hvort að húsið sé af réttri stærð fyrir þeirri notkun sem húsið er hugsað til. En gönguhópurinn minn gekk fram á þetta "hús" við Hreðarvatn fyrr í haust, að sjálfsögðu sá Maddaman strax að húsið gæti hugsanlega hentað fyrir fund framsóknarmanna. Enda eru framsóknarmenn víst komnir í útrýmingarhættu.

DSC00601

Vegurinn sem liggur fram hjá "húsinu" er einnig í sannkölluðum sveitastíl.


Ekki í mínum bakgarði.

Í apríl voru gerð breyting á almennum hegningarlögunum nr. 19/1940 með lögun nr. 61/2007. En með þeim var vændi í raun gert löglegt, svo lengi sem að þriðji aðili hagnist ekki á vændinu. Síðan þá hafa heyrst háværar raddir um að taka upp svokallaða sænsku leið, sem gengur út á að vændiskaup séu saknæm á meðan að sá/sú sem selur sig er saklaus. Ef við orðum þetta öðruvísi, þá væri fíkniefnakaupandinn sekur, en fíkniefnasalinn saklaus.!!! Ekki að ég ætli að réttlæta vændi, því ég hef aldrei hitt hina svokölluðu "hamingjasömu vændiskonu", held meira að segja að hún sé ekki til. En eitt skulum við þó athuga, að þarna eru tveir eða fleiri fullorðnir einstaklingar sem eiga hlut að máli. En fullorðnir einstaklingar þurfa og eiga að taka ábyrgð á sínum gjörðum.

En það sem kemur mér samt mest á óvart við þessa umræðu er að börnin sem ég hef mun meiri áhyggjur af virðast gleymast. Engin virðist vera að ræða um þau. Bíddu, gætu sumir hugsa, það er refsivert að stunda vændi með börnum. Mikið rétt. En hvað með einstaklinga sem fara erlendis og níðast á börnum þar og koma svo heim aftur, þeir eru ekki dregnir fyrir Íslenska dómstóla, svo lengi sem brotið er erlendis virðist sem öllum sé sama. Bara að það sé ekki í mínum bakgarði? Svo tel ég ekki vera. Þetta eru að mínu mati meðal hættulegustu glæpamannanna sem lög verða að ná yfir. En vonandi stendur þetta þó til bóta, því eftifarandi kafla rakst ég á í frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingu á almennum hegningarlögunum.  " Í 1. gr. frumvarpsins er í fyrsta lagi lögð til viðbót, sem verður 19. tölul. við 6. gr. almennra hegningarlaga, sem mælir fyrir um að það ákvæði taki einnig til brota sem falla undir samning Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri brotastarfsemi frá 15. nóvember 2000 og bókun við þann samning frá sama degi til að koma í veg fyrir, berjast gegn og refsa fyrir verslun með fólk, einkum konur og börn. Með þessu er tryggt að íslensk lög fullnægi þeim kröfum um refsilögsögu sem mælt er fyrir um í 15. gr. Palermósamningsins og 4. gr. áðurnefndrar bókunar við þann samning."  Allavega er þetta skref í rétta átt og vonandi muni íslenskir sem aðrir barnaníðingar ekki verða óhultir neinsstaðar í heiminum.

cool-kid


Í upphafi

Jæja tilraun tvö, var búinn að skrifa þessa færslu áðan en skrifaði óvart yfir hana og færsla númer tvö birtist. En það flokkast undir byrjunarörðugleika hins óvana bloggara ekki satt?

En það sem ég sagt vildi hafa, var að það mun væntanlega ekki líða á löngu þar til að ég muni sigra þennan blogg heim með mínum ótrúlegum skrifum eða þannig. Alien En eitt skal þó vera á hreinu, ég hef ekki hugsað mér að skrifa um nein mjög persónuleg málefni, enda tel ég slík málefni ekki eiga heima á bloggsíðum yfirhöfuð.

En maðurinn sem hér ritar, fór í háskólanám eftir að hafa þroskast aðeins. Stunda ég nú nám við Háskólann á Bifröst eins og hann heitir í dag. Þar er ég í mastersnámi í lögfræði sem ég hyggst klára næsta haust ef allt gengur upp, en um helgar ek ég Taxa, eins og kemur fram í færslunni sem kom óvart í stað þessarar. Eins á ég tvö yndisleg börn sem búa í Svíaríki.

DSC00593


Miðbærinn

Eins og áður hefur komið fram þá ég ég leigubíl um helgar. Þess vegna fylgist ég aðeins með umræðunni um vöntun á leigubílum. Margir hafa talað um að það sé mikil vöntun á þeim um helgar. Ég skal alveg viðurkenna að það er óþolandi að þurfa að standa í einhverji biðröð eftir að fá þjónustu hverju nafni sem hún nefnist. En það furðulega er að aldrei heyrir maður fólk kvarta yfir því að þurfa að bíða í hálftíma eftir að geta keypt sér drykk á sneisafullum bar, eða að þurfa að bíða í röð í bönkunum eða stórmörkuðum, það sem meira er fólk beið í löngum röðum eftir að komast inn í leikfangaverslun sem var opnuð um daginn. Samt er til nóg af leikfangaverslunum sem selja vörur á sama verði.

En nóg um biðraðir, ég tel samt sem áður að leigubílstjórar upp til hópa bjóða upp á góða þjónustu á Íslandi. Bílarnir eru allavega snyrtilegir, ca 99% bílanna taka við greiðslukortum og allflestir eru með leiðsögutæki í bílunum (Garmin eða álika).  En leigubílar í New York hafa einmitt farið í verkfall undanfarið til að mótmæla leiðsögutækjum og posum. Svo mikil er nú þjónustan þar í landi.

taxistrike

En auðvitað er það bara pólitisk spurning hvort að fjölga eigi leigubílaleyfum á höfuðborgarsvæðinu eða jafnvel bara gefa þau alveg frjáls. Persónulega er ég ávallt hrifnari af frjálsri samkeppni og tel því ekkert til fyrirstöðu að breyta þessu kerfi. Að sjálfsögðu munu leyfishafar mótmæla harðlega, en er ekki staðreyndin samt sú að öll höft eru til hins verra? Það er allavega mín skoðun.


« Fyrri síða

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband