Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Athyglisverður dómur

Hrd. 1962 bls 907

Málavextir eru þeir að verið var að flytja lítin bát á palli vörubifreiðar. Þegar á áfangastað var komið átti að láta bátinn sem var af asdic gerð síga af pallinum og inn í skemmu. Skyldi þetta gert með því að lyfta vörubílspallinum upp rólega og láta hann síga niður á spírur sem komið hefði verið fyrir, voru svo nokkrir verkamenn tilbúnir að taka á móti bátnum. Þegar báturinn rann af stað, virðast þeir, sem áttu að styðja við hann, ekki hafa ráðíð við hann sökum ferðar hans og þyngdar. Lenti báturinn ofan á spírunum og velti þeim á undan sér með þeim afleið­ingum, að stefnandi og P. urðu á milli með fæt­urna, þegar spírurnar runnu saman, en við þetta brotnaði hægri fótur stefnanda og fór úr líði um ökla. Þar sem að talið var að þetta væri hluti af "eðlilegri" notkun vörubifreiðar, þ.e. að lyfta palli þá taldist að hin hlutlæga ábyrgðarregla ætti við og fékk stefnandi því bætur.

En hlutlæg ábyrgðarregla er þegar skaðabótaábyrgð stofnast án tillits til þess hvort að tjón verði rakið til sakar. Til dæmis ef að lamb hleypur í veg fyrir bíl og drepst þá ber eigandi bílsins ábyrgð á tjóninu.

Þess má geta að báturinn á myndinni er algjörlega óviðkomandi þessum dómi.


Rwanda afnemur dauðarefsingar

Ekki er langt síðan að ég sá mynd sem heitir Hótel Rwanda en hún fjallar um þjóðarmorðin sem áttu sér stað þar í landi fyrir röskum áratug. En í dag er tíðin sem betur fer önnur þar í landi, hafa þeir meðal annars bannað dauðarefsingar, á meðan að ríki sem við teljum mun þróaðri og beri meiri virðingu fyrir mannréttindum halda enn í dauðarefsinguna svo sem Bandaríkin og Kína. Skv. skýrslu frá Amnesty International, sem má nálgast á þessari slóð, þá voru að MINNSTA kosti 1.591 fangi tekinn af lífi í 25 löndum, sprautaðir með banvænni sprautu, hálshöggnir, notuð aftökusveit, rafmagnsstól eða hreinlega grýttir til dauða, að auki voru 3.861 dæmdir til dauða í 55 löndum. En jafnvel er talið að mun fleiri hafi verið teknir af lífi, jafnvel allt að 7.500-8.000 manns bara í Kína. En þessar upplýsingar teljast til þjóðarleyndarmáls þar í landi. Kínverjar hafa reyndar verið manna duglegastir við að taka fólk af lífi. Ef það má þá kalla dugnað!!!!

Þann 10. október 2007 var alheimsdagur gegn dauðarefsingum þar sem að beint var augun að tillögu Sameinuðu þjóðanna um samþykkt gegn aftökum. Því miður varð ég ég ekki var við fréttaflutning tengd þessu hér á landi, en þeir sem vilja, geta skrifa undir áskorun gegn dauðarefsingum á netinu. Hægt er að gera það á þessari slóð, hvet ég sem flesta til að gera slíkt. Óskandi væru að allar þjóðir heims færu að ráði Rwanda í þessu máli og létu af dauðarefsingum. Batnandi þjóð er best að lífa.

Vert er að hafa í huga, þegar dauðarefsing hefur verið framkvæmd þá er ekki hægt að taka hana tilbaka. Þannig að ef að saklaus maður er dæmdur til dauða, og tekinn af lífi, þá verður hann ekki endurlífgaður.


Dauðarefsingar, bjarga þær mannslífum?

Rakst á grein í The New York Times um dauðarefsingar. En Prófessorar í hagfræði annars vegar og lögfræði hins vegar hafa verið að velta fyrir sér kostum og göllum dauðarefsingar almennt séð. Sumir vilja meina að hver dauðarefsing bjargi um það bil 3-18 mannslífum sbr.

"According to roughly a dozen recent studies, executions save lives. For each inmate put to death, the studies say, 3 to 18 murders are prevented"

Þar með eru þær víti til varnaðar. Á meðan að aðrir vilja meina að þetta sé ekki rétt, enda séu morðingjar lítið að íhuga viðurlög við refsingum er þeir fremja glæpinn. Eins benda þér á að í Kanada hefur þróun morða verið svipuð og í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að þar í landi sé ekki dauðarefsing við lýði lengur. Eins bendir hagfræðiprófessor á hve dýrar dauðarefsingar eru, sbr.

There is also a classic economics question lurking in the background, Professor Wolfers said. “Capital punishment is very expensive,” he said, “so if you choose to spend money on capital punishment you are choosing not to spend it somewhere else, like policing.”

Skv. 2.mgr. 69.gr. hinnar Íslensku stjórnarskrá nr.33/1944, þá eru dauðarefsingar bannaðar.

En hvað gerist ef að maður sem er dæmdur til dauða veikist og fær ólæknandi og jafnvel kvalarfullan sjúkdóm, breytist þá refsing fangans í "Líknardráp"? Hver er þá refsingin? Eiga dauðdómar almennt rétt á sér eiður ei? Svarið hver sem vill.


Bifreið framtíðarinnar, spádómar um útlit bíla eftir 50 ár.

Þessi bill hér að ofan ku vera Mercedes Benz Silverflow.

En bifreiðin hér að neðan er svo Nizzan OneOne

En þessa framtíðarbílar ásamt fleirum mátti sjá á sýningunni LA Auto show.  Hvor bifreiðin finnst ykkur flottari og hvor er líklegri til að hafa rétt fyrir sér?

Við munum sjá eftir 50 ár hvort að hönnuðir þessara bifreiða hafi haft rétt fyrir sig varðandi útlit þeirra. En þangað til, akið varlega.


Eru lestarsamgöngur lausnin?

Á undanförnum árum hefur verið mikið skrafað um hvort að það eigi að vera flugvöllur í vatnsmýrinni í Reykjavík. Hingað til hef ég verið fylgjandi flugvellinum, en hinsvegar þykir mér kominn tími á að við íslendingar förum að skoða alvarlega hvort að við ættum að taka upp lestarsamgöngur. Í Svíaríki er núna flugfélagið SAS að segja upp 230 manns á meðan að SJ-Tåget er að ráða til sín 1.000- manns. SJ spáir því að innanlandsflugið innan Svíþjóðar muni stórlega dragast saman á næstu árum og nánast leggjast af. Eins benda þeir á að lestarsamgöngur eru umhverfisvænni en flugsamgöngur.

Spurning er hvort að lestarsamgöngur frá til dæmis Leifsstöð, með viðkomi á gamla varnarliðssvæðinu, þar sem að háskólaþorpið Keilir er, svo í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog að miðbæ Reykjavíkur myndi ekki geta gagnast ansi mörgum. Allavega gæti það nýst þarna ferðalöngum til og frá Leifsstöð, háskólanemum, fólki á leið í og úr vinnu, og jafnvel stytt leigubílaröðina í miðbænum um helgar Svo framarlega sem lestin yrði í gangi allan sólarhringinn og stoppustöðvar í áðurnefndum bæjarfélögum. Hægt væri að byrja á þessari leið og taka síðar í gagnið lestarsamgöngur viðar um landið, t.d. til Akureyrar, Selfoss osfrv. Reyndar sé ég ekki fyrir mér lestarsamgöngur til Vestmannaeyjar.

Með þessu mætti allavega minnka umsvifin á Reykjavíkurflugvelli.

Nú mun einhver eflaust tala um sjúkraflugið, því sé nauðsynlegt að halda í flugvöllinn, ætla að taka það fram að ég er alls ekki á móti flugvellinum en er ekki sjúkraflugið að færast mikið yfir á þyrlurnar, sem lenda þá við LSH-Fossvogi?

Þykir mig rétt að skoða alla möguleika, kannski eru lestarsamgöngur lausnin, kannski alls ekki. En vert er samt að skoða og reikna út dæmið að, mínu áliti.

 


Stórt eða lítið, lítið eða stórt, höll eða kot.

DSC00538Gönguhópurinn Leifur Lost gekk fram á þennan snotra og kósy sumarbústað er hópurinn gekk frá Stóru Skógum að Bifröst. En bústaðurinn er við Jafnaskarð. Takið eftir því, að þó svo að bústaðurinn sér ekki stór, þá er hann samt sem áður með forstofu. Smile

Fólkið sem byggði þennan bústað hefur að sjálfsögðu gert sér grein fyrir því að þegar menn byggja sér hús þá er margs að gæta svo sem að húsið sé af réttri stærð.

Vert er að geta þess að á öðrum stað hér um slóðir, nánar tiltekið að Veiðilæk er verið að byggja sumarhús, eða réttara sagt sumarhöll, sem ku eiga að verða um 850 fermetrar að stærð og verður með ca 50 fermetra vínkjallara. Eigandi þess hallar hlýtur að telja að það sé af réttri stærð fyrir sig og sína.

Hvort húsið ætli sé í réttum stærðarflokki fyrir sín not? Hvort húsið ætli sé meira notað? Hvort vill maður eiga höll eða lítið kósý sumarhús?

Þetta eru margar spurningar sem hverjum og einum er frjálst að svara.


Athyglisverður dómur

Hrd 1953 bls 170

Ég hef aldrei skilið af hverju menn leggja ástfóstur við bílnúmer eins og sumir gera.

Í þessum dómi hafði Ó keypt sér bíl árið 1926 af Dixie Flyer gerð, fékk hann bílnúmerið A 2. Alla tíð greiddi maðurinn öll lögboðin gjöld af bílnum, en hafði hinsvegar trassað að fara með bílinn í skoðun. En á 12 ára tímabíli fór hann einu sinni með bílinn i skoðun en það var sumarið 1941. Reyndar notaði hann bílinn litið. En í september mánuð árið 1948 gerði bifreiðaeftirlitsmaður bæjarins sér lítið fyrir og afmáir þessa bifreið úr bifreiðaskrám embættisins og deildi út númerinu að nýju. Svo Ó höfðaði mál gegn lögreglustjóra bæjarins og krafðist þess að fá númerið aftur. En þar sem að ekki þótti sannað að bifreiðin væri í lagi þá þótti rétt að sýkna lögreglustjórann að svo stöddu.

1926bmwdixie

Ekki er ég nú viss um að þetta sé eins bifreið og um ræðir í dómnum, en þetta er BMW Dixie árgerð 1926.


Femínistar og norðurlandasamstarf.

Sjálfsagt telst ég sem femínisma. Allavega þá er ég hlynntur jafnrétti. Finnst ekkert sjálfsagðara en að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu eða sambærileg störf.

En eins og stendur í 22.gr. laga nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

IV. kafli. Bann við mismunun á grundvelli kynferðis.
22. gr. Almennt bann við mismunun.
Hvers kyns mismunun eftir kynferði, hvort heldur bein eða óbein, er óheimil.

Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið hrifin af norðurlandasamstarfi og ég er þar á meðal. Svo langt sem það nær. Þessa frétt var mér send  af vísir.is, geri ég nú ráð fyrir því að femínistar á Íslandi muni styðja við baráttu stallsystra sínna í Sviþjóð. Grin


Athyglisverður dómur

Undir þessu heiti mun ég annað slagið setja inn dóma sem mér þykir athyglisverðir á einn eða annan hátt.

Þennan dóm hér sem gengur undir nafninu flugeldar í leigubíl, finnst mér athyglisverður sökum atburðarásinnar í honum. Vonandi að svona uppákoma eigi ekki eftir að eiga sér stað aftur. Eins vona ég að viðkomandi kona hafi náð sér að meiðslunum.

Hrd. 1959, bls. 671.

...numið staðar við sælgætisbúð á horni Bræðraborgarstígs og Tún­götu. ... Einn í þessum hópi, K. að nafni, var eigandi umræddrar sælgætisbúðar. Þarna var tekið og borið út í bifreið stefnda gosdrykkir, sælgæti og flug­eldar. Að því búnu var ekið af stað aftur og numið staðar uppi á Ártúnsbrekku, þar sem flugeldunum var skotið. Bættust nú þrír farþegar í bifreið stefnda, og var ekið áleiðis vestur í bæ, Var numið staðar við fyrrgreinda sælgætisbúð til þess að ná þar í sígarettur. Búðareigandinn og annar úr hópi farþega, B. að nafni, fóru inn í búðina þeirra erinda. Er þeir komu aftur, höfðu þeir meðferðis tvo pappakassa með flugeldum í. Var lok á hvorum kassa og teygjuböndum bundið yfir þá, en kassarnir festir saman með teygju eða snæri, B. settist í framsæti bifreiðarinnar við hlið stefnanda, er sat á milli hans og bifreiðarstjórans. Hafði B. kassana með flugeldunum í á hnjám sér. Stefndi var nú beðinn að aka eitthvað inn fyrir bæ. Ók hann áleiðis inn á Suðurlandsbraut. Er komið var inn undir Múla, varð skyndilega vart við mikið neistaflug úr flugeldaköss­unum, og skipti það engum togum, að bifreiðin varð brátt alelda. Stefndi stöðvaði bifreiðina þegar í stað, svipti opinni vinstri fram­hurðinni og hraðaði sér út. Kveðst hann þegar hafa opnað far­angursgeymslu bifreiðarinnar og tekið þar handslökkvitæki, er hann hafi sprautað úr á eldinn, en hann hafi þá verið svo magn­aður orðinn, að það hafi engan árangur borið. Af farþegunum í bifreiðinni er það að segja, að þau þrjú, sem setið höfðu í aftur­sætinu, komust svo að segja strax út úr bifreiðinni lítið sem ekk­ert meidd, en höfðu orðið fyrir einhverju fatatjóni. B. kveðst hafa kastað sér út úr bifreiðinni, um leið og stefndi snaraðist út úr henni, og kveðst viss um, að hann hafi farið út um sömu dyr og stefndi. Kveðst hann ekki hafa orðið var við stefnanda og telur, að hún muni þá hafa verið fallin í gólfið og hann farið yfir hana. Er hann kom út úr bifreiðinni, hafi frakki hans logað, og hafi hann strax farið úr honum. Er hér var komið, kveðst hann hafa heyrt, að einhver kallaði til hans að forða sér frá bifreiðinni, því að sprenging mundi verða. Samtímis hafi hon­um orðið ljóst, að stefnandi var enn inni í bifreiðinni. Kveðst hann því hafa seilzt eftir henni inn í eldinn og dregið hana út um vinstri framdyrnar. Logaði kápa stefnanda þá, og var hún þegar færð úr henni.

Stefndi kveður farþegana hafa reykt í bifreiðinni, einnig B., sem hélt á flugeldakössunum. Kveðst stefndi fyrst hafa orðið eldsins var þannig, að neistaflug hafi dunið á honum úr kjöltu B.. Stefndi kveður farþegana hafa verið eitthvað lítils háttar undir áhrifum áfengis og kveðst halda, að þeir hafi haft meðferðis eitthvað lítils háttar af áfengi.

Bílstjórinn var sýknaður í þessu máli, enda ekki hægt að fallast á að tjónið mætti rekja til notkunar bifreiðarinnar.

Það sem hægt er að læra af þessum dómi er að reykingar og flugeldar fara ekki vel saman, hvað þá reykingar og flugeldar í bíl. Sem betur fer er líka búið að banna farþegum að reykja í leigubílum.


Smyril line nei Liberty of the Seas

liberty_of_seas_tony_rive_05_470x352

Síðasta vor fór ég í útskriftarferð með Háskólanum á Bifröst. Við ákváðum að fara í siglingu. Vildum ekki taka neina áhættu því völdum við stærsta skemmtiferðaskipið í heiminum í dag, Liberty of the Seas. Þess má geta að enginn varð sjóveikur í ferðinni, enda haggaðist ekki skipið, annað en aumingja farþegarnir í Smyril Line máttu þola í núverandi ferð.

Ship Facts
Maiden Voyage: May 19, 2007
Passenger Capacity: 3,634 double occupancy
Godmother: Donnalea Madeley
Gross Tonnage: 160,000
Length: 1,112'
Max Beam: 184'
Draft: 28'
Cruising Speed: 21.6 knots


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband