Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
31.12.2007 | 11:35
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.12.2007 | 19:43
Góðir dagar framundan
Á eftir er það Bifröst, með vinkonu minni.
Á morgun koma krakkarnir til landsins.
Á morgun er Brúðkaup.
Eftir örfáa daga kemur nýtt ár, með nýjum vonum og nýju upphafi.
Hvað gæti það verið betra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2007 | 22:18
TAXI
Er búinn að vera að keyra TAXI í jólafríinu og farið víða á honum. En á morgun mun ég skila bílnum og taka mér smá frí enda eru krakkarnir að koma. Svo það þýðir ekkert að bjalla í mig um áramótin til að fá bíl.
En hér að ofan sjáið þið kannski framtíðarleigubílinn, hver veit!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2007 | 01:45
Gleðileg jól
Með von um að allir hafi það gott um hátíðirnar, eins og vinir mínir á myndinni hér að ofan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2007 | 14:27
Húmoristi
Ungur drengur var skipaður Héraðsdómari sökum "hæfileika" sinna, eða var það vegna þess að hann er sonur pabba síns? Allavega voru þrír aðilar taldir mun hæfari en hann til að gegna dómarastarfinu að mati matsnefndar. En hvað um það, þá er ekki hægt að segja annað en að drengurinn sé húmoristi er hann er spurður út í þá gagnrýni sem skipun hans í embætti hefur sætt. Þess má geta að hann hefur áður sótt um og verið hafnað. En hann svaraði blaðamanni á eftirfarandi veg:
Ég sótti um fyrir einu ári og þá fékk ég ekki starfið. Ég undi ákvörðun ráðherra þá og geri það einnig nú,"
Það er allaveganna gott að hann skuli una ákvörðun ráðherra, víst að hann sótti um starfið og fékk það. Skyldi dómanir sem hann á eftir að semja vera með jafnmiklum húmor í í framtíðinni?
Ég kannast við einn þeirra aðila sem sótti um sem var talinn mun hæfari en Þorsteinn, en það er hann Pétur Dam Leifsson (hann er ekki sonur minn þrátt fyrir að vera Leifsson), en hann kenndi mér bæði Þjóðarrétt og svo helminginn af námskeiðinu Almenn lögfræði IV. Fínn kennari og margfalt betri kennari en sá sem kenndi á móti honum í síðari námskeiðinu.
En allavega, það er gott að Þorsteinn geti unað niðurstöðu ráðherra. hehe
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.12.2007 | 09:29
Skata - Nei takk!!!!!!!!!!
Á síðu sem ég rakst á stendur eftirfarandi:
Hákarl er venjulega óætur. En ef hann er grafinn niður í fjörusand í nokkra mánuði yfir veturinn, rotnar hann á sérstakan hátt og fær sterkt bragð, sem minnir á sterkan ost. Það er kallað kæstur eða verkaður hákarl. Íslendingum finnst hákarl góður með brennivíni. Sumir hafa reynt að selja hákarl í Evrópu og kalla hann fiskost (fromage de poisson). Skata er líka kæst. Á Vestfjörðum var siður að borða kæsta skötu á Þorláksmessu (23. desember).
EKKI skil ég hví fólk hefur áhuga á að borða ÓNÝTAN mat á þorláksmessu!!!!!!!!!! Allavega borða ég ekki og mun aldrei borða skötu. Lyktin ein og sér nægir til að segja mér að þessi matur sé ónýtur og eigi að fara í ruslið.
Fólk sem borðar skötu hefur auðsjáanlega MIKLA sjálfspyndingarþörf. Aumingja fólkið. Sem betur fer er ég ekki í hópi þessa fólks sem stundar svona pyndingar. Verst þykir mér að þurfa að neyðast til að finna lytkina af því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.12.2007 | 11:37
Farbann, virkar það úrræði í dag
110. gr. Laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991 segir: 110. gr.Í stað gæsluvarðhalds, svo og endranær ef nauðsyn ber til, getur dómari, hvort sem trygging er sett eða ekki, lagt fyrir sakborning að halda sig á ákveðnu svæði (sveitarfélagi, umdæmi o.s.frv.), bannað honum brottför af landinu eða mælt fyrir um vistun hans á sjúkrahúsi eða viðeigandi stofnun.
Við meðferð opinberra mála þarf að gæta að meðalhófs, sem þýðir að ekki má handtaka mann og setja hann i gæsluvarðhald eingöngu út af því að hann sé grunaður um saknæman verknað.
Til að menn stinga ekki af landi brott hafa þeir verið settir í farbann þangað til að dómur er kveðinn upp um sekt eða sakleysi sakborninga. Nú er hinsvegar komið ákveðið vandamál með farbann eftir að menn geta ferðast um mest alla Evrópu án þess að framvísa vegabréfi, þá er ekkert sem stoppar þessa menn af, því er afar einfald fyrir þá að hverfa af landi brott svo lengi sem þeir halda sig innan Schengen svæðisins.
En hvað skal gera? Við verðum að passa okkur á að virða mannréttindi, en sakborningar eiga rétt á mannréttindum líkt og aðrir. Þar með getum við ekki hent þeim í fangelsi (gæsluvarðhald) þangað til að dómur er fallinn um annaðhvort sýkn eða sekt. En gæsluvarðhald má aldrei vara lengur en nauðsynlegt er til að verja nauðsynlega rannsóknarhagsmuni. Reyndar má setja fanga í gæsluvarðhald ef talið er mikil hætta á að fanginn muni reyna að leggjast á flótta sbr. b.lið 1.mgr. 103.gr. um meðferð opinbera mála. En þá þarf að vera rökstuddur grunum um að fanginn muni reyna að leggja á flótta, það nægir ekki að hann sé af erlendum uppruna. Síðan hafa menn verið settir í svokallað síbrotagæsluvarðhald á meðan að mál þeirra eru til meðferðar hjá dómstólum. En þá er um að ræða menn sem hafa brotið ítrekað af sér á meðan að rannsókn á málum þeirra eru til meðferðar
.Einhverjir hafa nefnd að setja ökklaband á menn sem eru í farbanni, eigum við að merkja þessa menn kannski með gula stjörnu eins og gert var við gyðinga á tímum Hitlers?
Þetta er erfitt mál að eiga við, en ég tel nokkuð ljóst að þessir menn sem hafa strokið af landi brott undanfarið séu í raun bara að kaupa sér ákveðinn frest, fyrr eða síðar munu þeir nást og þurfa að svara til saka fyrir gjörðir sínar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 12:54
Jólafrí
Er kominn í jólafrí og því verður lítið um blogg á næstunni. Hef lítinn tíma til að blogga á meðan að ég er í jólaFRÍI. En í fríinu mun ég að hluta til vera að keyra taxann og svo koma krakkarnir í heimsókn. Þau verða hjá mér í eina viku og þá munum við gera eitthvað skemmtilegt saman, eins og til dæmis að sprengja Ísland upp eða allt að því, með flugeldum á gamlárskvöld.
Kannski dettur ein og ein færsla inn, en ekki búast við því.
Gleðileg Jól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2007 | 22:53
Stormur
Hvern stormurinn á fætur öðrum rekur á fjörur okkar þessa daganna. Þessi stormur er þó ekki frá Íslandi. En það er samt eitthvað svo notalegt alltaf við svona stormveður. Maður finnur að maður sé lífandi!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 22:22
Athyglisverður dómur
HRD 1968 bls 972.
Fyrsta bóta- og fjárkrafa stofnanda er sú, að hinir stefndu ofan og neðanskráðir aðilar verði dæmdir til þess að skaffa stofnanda nýjar falskar tennur, nánar nýja falska tanngarða, er passa á tanngóma stofnanda, sem eru rétt formaðir að allri gerð og lögun án aukakostnaðar fyrir hina nýsmíðuðu tanngarða, er G, tannlæknir, tróð upp í munn stofnanda á tannlækningastofu db, S H, tannlæknis.
Þess má geta að málinu var vísað frá ex officio.
Af því, sem að framan er rakið, þykir nægjanlega í ljós leitt, að stefnandi er óhæfur til að flytja mál þetta sjálfur. Samkvæmt því brestur stefnanda réttarfarsskilyrði, þ.e. málflutningshæfi (processhabilitet).
Af þeim sökum ber þegar ex officio að vísa máli þessu frá dómi.
Hvort að mann greyjið fékk aðrar falskar tennur veit ég eigi svo gjörla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar