Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
12.12.2007 | 16:52
Blondína - Skarpari en skólakrakki!!!!!
Tók mér smá pásu frá próflestri og horfi á þetta myndband. Verð að viðurkenna að ég var í hláturskasti yfir þessu. En þarna er amerísk blondína spurð að því: höfuðborg hvaða Evrópuríkis heitir Búdapest? Svörin frá henni eru stórkostleg, það sama má segja um viðbrögð þáttastjórnandans og krakkans.
http://www.slide.com/r/ZA6SZ2la0j8TmDw7ZPQ4zNPPUJ7_yWvI
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 13:41
Jólasveinn
Eins gott að vera þægur og góður í dag. Því í nótt kemur fyrsti jólasveinninn. Þessi er búinn að vera að fylgjast með okkur í langan tíma og ef við höfum verið óþekk þá fáum við bara kartöflu.
Í Svíaríki kemur Santa Lucia alltaf fyrir jólin, nánar tiltekið þann 13.desember. En þann dag ganga Sænskar stelpur um í hvítum kyrtli með logandi kerti og krans á höfðinu og syngja að auki. Hvað ætli margar sænskar stelpur séu með brunasár á höfðinu og jafnvel sköllóttar um jólin? En hér má fræðast nánar um þessa hefð þeirra í Svíþjóð. En ég sá gott myndband í dag um Santa Luciu.
http://www.wulffmorgenthaler.com/albinowithcrayons/index.html
En ef að fólk er mjög viðkvæmt þá myndi ég kannski ekki horfa á þetta.
Ekki nóg með að fyrsti jólasveinninn komi í nótt, heldur á hún Svana systir afmæli í dag. Til hamingju með það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2007 | 11:18
Foreldrahús
Sá hana litlu frænku mína í fréttum sjónvarpsins í gærkvöldi. En þar var viðtal við hana sökum þess að hún er að berjast fyrir því að foreldrahús fái nýjan samanstað. En núna um áramótin verða þau að yfirgefa núverandi húsnæði þar sem að það á að rífa það hús og byggja nýtt. En hefur ekki verið fundið nýtt húsnæði fyrir þeirra starfsemi. En foreldrahús veitir meðal annars aðstandendum fíkla stuðning með fræðslu.
Ég vil hvetja alla, eða allavega þessa örfáu sem lesa þessa síðu, að kvitta hjá henni Stínu frænku á heimasíðu hennar við þessa færslu hér. Vonandi fá foreldrahús nýtt húsnæði í jólagjöf. Veitir ekki af að hjálpa bæði fíklum og aðstandendum þeirra eins og hægt er.
En núna er mér dauðans alvara með að fara að læra fyrir þessi tvö próf sem ég á að taka í vikunni.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.12.2007 | 18:12
Litháen, The Hill of Crosses, Kryzių Kalnas
Eins og áður hefur komið fram á þessari síðu þá fór ég í ferðalag til Litháens sumarið 2005. Þar sá ég þá alflesta krossa sem ég hef séð á minni ævi samankomna á einni og sömu hæðinni. Hér má sjá fleiri myndir af þessum merkilega stað sem ég tók er ég var staddur þar.
En þessi staður heitir á ensku The Hill of Crosses. Á smá hæð standa fleiri þúsund krossar. Allavega tókst mér ekki að telja þá. Þarna eru krossar af öllum stærðum og gerðum. Frá því að vera 3ja metra háir niður í að vera pínulitlir hangandi á öðrum krossum.
Þessi staður er seinnilega álíka mikilvægur fyrir Litháana og þingvellir eru fyrir íslendinga.
Talið er að fyrstu krossarnir hafi byrjað að koma eftir uppreisn bænda 1831-1863. 1895 voru krossarnir taldir vera um 150 stk. Síðan hafi þeim smáfjölgað, 1940 verið um 400 stórir krossar og þúsundir minni.
Allavega þrívegis hefur þessi staður verið jafnaður við jörðu af Sovéska hernum, en það voru árin 1961, 1973 og 1975. Þá voru krossarnir brenndir til grunna og járnarusl og skolp huldi svæðið. En staðarbúar og pílagrímar allstaðar að úr Litháen komu jafnskjótt aftur og settu aftur upp krossa.
Í dag koma pílagrímar allstaðar að úr heiminum á þennan stað. Meðal annars kom Páll Páfi II þangað í september 1993.
Hér getið þið séð heimasíðu um þennan merka stað.
Í dag tengja íslendingar því miður of mikið af slæmum hlutum við Litháen en þar er margt fallegt að sjá og gott fólk einnig. Gleymum því ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2007 | 10:32
Skaðlegur
Jæja gott fólk, ég er búinn að komast að því að ég er sérlega skaðlegur umhverfinu, í raun er ég svo skaðlegur að réttast væri að loka mig inni og henda lyklinum. Nú í fyrsta lagi er ég í gönguklúbbinum Leifur Lost. Við förum reglulega út að ganga, göngum reyndar mislangt. En skv. þessari frétt þá væri í raun betra ef við færum út í bíltúr. Við sem höfum verið að telja okkur trú um að þetta væru heilsubótargöngur, en þá erum við bara að menga umhverfið. Þekki reyndar einn sem hjólar alltaf í og úr vinnu. Sá hlýtur að vera með slæmt samviskubít núna. Vá maður!!!!!!!!! Hann á sér varla viðreisnar von.
Nú ekki nóg með að ég sé í gönguhóp, neeeiiiiiii, ég skildi lika hér um árið!!! það ku víst vera sérlega slæmt umhverfinu samkvæmt nýjustu rannsóknum frá Bandaríkjunum. Þá vitiði það, það er eins gott að sambandið haldi, alveg sama hversu slæmt það er!! því ekki viljum við vera skaðvaldar í umhverfinu.
Nú svo ek ég leigubíl yfirleitt um helgar, það hlýtur að vera skaðlegt umhverfinu, sérstaklega þegar kalt er úti og maður lætur vélina ganga til að halda hita á sjálfum sér og bílnum.
Ég ek um á 7 ára gömlum golf með 2ja lítra vél. Auðvitað ætti ég nú bara að fá mér einhvern pínulítinn sparneytin bíl. Yfirleitt er ég hvort eð er einn að þvælast í bílnum. Ekki gott.
Að vísu fer ég með dósirnar í endurvinnslu, en til þess þarf ég að keyra 30 km. hvora leið, alls um 60 km. Þar sem ég bý á Bifröst og næsta endurvinnsla er í Borgarnesi. Spurning hvort að ég sé ekki bara að skaða umhverfið með að fara með dósirnar.
Er hægt að vera öllu skaðlegri?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2007 | 10:02
Lítlir og stórir bílar
Á þessa bíla rakst á ég í Borgarnesi síðasta sumar. Skyldi litli Fiat-inn komast inn í Econlinen?
Þennan lögreglubíl sá ég í Litháen sumarið 2005. En þarna voru þeir á gatnamótunum við hraðamælingar. Einhvern veginn efast ég um að þeir geti elt hraðskreiðustu bíla borgarinnar. Því þarna sá maður líka nýlega BMW. En lögreglan var allavega nægjusöm á sínum gamla Golf. Held meira að segja að minn Golf sé bæði nýrri og jafnvel með stærri vél.
Eitthvað var verið að framkvæma í miðbænum. Likt og er oft gert í miðbæ Reykjavíkur að sumri til. Þessi mynd er einnig frá Litháen og tekin sumarið 2005. En lengi má nýta gamla trukka eins og sést á myndinni. En hvaða árgerð og hvaða tegund þessi bíll er hef ég því miður ekki hugmynd um.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2007 | 18:44
Kynbundið ofbeldi
Ég hef aldrei skilið þegar karlar berja konur sínar, eða konur berja karlanna sína. Það er víst til líka. Hví er fólk saman ef það ber ekki meiri virðingu fyrir maka sínum, eða sjálfum sér að það þurfi að slást? Þekki því miður of mörg dæmi af fólki sem er saman eða hefur verið saman sem á alls ekki að koma nálægt hvort öðru. Í því tilfelli sem ég þekki til þá kemur áfengi mikið við sögu. Í raun ættu viðkomandi að hætta að drekka, en hvort að það leysir allan vandann skal ég ekki segja til um. En ég ætla ekki að ræða það mál né kommentera neitt á það. Hinsvegar rakst ég á bloggsíðu á netinu, sem er reyndar á sænsku, þar sem að kona er að segja frá sínu máli. Hvernig hún tekst á við lífið í dag eftir að hafa búið með ofbeldismanni. Lýsir hræðslu sinni, hvernig hún eigi erfitt með að sofa á nóttunni, sem er ekki skrýtið, því í einni færslunni er til dæmis gluggi brotinn er grjóti er kastað inn og á grjótinu stendur "du är död", þú ert dauð.!!! Hér er slóð á heimasíðuna sem ber heitið words of a woman.
Hvernig væri að fólk væri vinir hvers annars. Kannski soltið væmin færsla, en ég hef of oft keyrt fólk sem hefur verið að slást, ekið konur í kvennaathvarfið og eins ekið konum heim sem hafa verið með gróðurauga og marin og blá. Sem hafa beðið mig um að bíða, ef ske kynni að þær þyrftu að flýja aftur út af sínu eigin heimili. Þetta er alltaf jafnsorglegt að verða vitni að svona löguðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2007 | 15:11
Best að aflýsa próflestri.
Var að lesa stjörnuspánna mína áðan og sá að ég verð bara að hætta próflestri hér og nú. En ég er í Sporðdrekamerkinu og spáin er eftirfarandi:
Sporðdreki: Vertu góður við sjálfan þig. Líkaminn þinn er að segja þér að hvíla þig. Ekki ýta á hann. Verkefnin mega bíða þangað til þú hefur næga orku í þau.
Ætli ég verði ekki bara að taka eitt Mike á þetta!!!!! Við sem erum við ML-nám hér á Bifröst núna vitum hvað það þýðir að taka Mike á hlutinn, en fyrir ykkur hin þá þýðir það að við tökum okkur bara þann tíma sem okkur þóknast í hlutinn. En það eru að verða komnar 5 vikur frá því að Mike átti að skila til okkur einkunn fyrir próf sem við tókum hjá honum fyrir tæplega 7 vikum síðan. En sú einkunn skilar sér vonandi áður en árið er liðið og þó!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2007 | 19:50
Helgisaga
Jæja, ákvað í þetta sinn að blogga um hvað dreif á mína daga um helgina og hvað ég varð vitni að. Var að vanda að keyra leigubílinn um helgina, en hefði í raun átt að vera að lesa fyrir prófin. Las samt sem áður eitthvað líka.
Varð vitni að því er tveir dyraverðir á einum veitingastað bæjarins tóku sig til og skelltu mann í jörðina og héldu honum niðri. Ekki veit ég hvað blessaður maðurinn gerði af sér eða hvort að dyraverðirnir hafa tekið of harkalega á málinu. Allavega lá maðurinn þarna í jörðinni með tvo fíleflda dyraverði ofan á sig. Þetta var snemma kvölds, langt fyrir miðnætti.
Einn aðili reyndi að stinga af frá mér, aðili sem ég hef ekið nokkrum sinnum, aldrei verið neitt vandamál á honum fyrr en nú. Var auðsjáanlega eitthvað ílla fyrirkallaður. Yfirleitt ræðir hann um að öreigar allra landa eigi að sameinast, er sem sé hallur undir kommúnisma að ég tel. Ég leyfði nú viðkomandi bara að fara enda upphæðin mjög lá, en hringdi í hann daginn eftir. Komst sem sé að því hvað hann heitir. Manngreyið varð alveg eins og aumingi og viðurkenndi sitt brot og ætlar að greiða sitt far eins og manni sæmir.
Nú svo var ég að aka upp brekku í austurbæ Reykjavikur er bíll kemur niður sömu brekkuna og eitthvað verður til að ökumanninum verður eitthvað á, rekst á stein sem er utan vegar og ég sé bílinn takast á loft og endar svo á hvolfi. Vildi svo heppilega til að einn af farþegunum hjá mér var starfandi hjúkrunarkona. Betur fór en á horfðist og slapp ökumaðurinn, lítið eða algjörlega ómeidd, ásamt litla hundinum. En hinsvegar sá ég þarna að ég þarf að drífa míg aftur á skyndihjálparnámskeið. Ár og öld síðan að ég hef farið á slíkt, seinnilega fór ég síðast á skyndihjálparnámskeið á Nýja Sjálandi 1986! Góðan daginn. Mæli með því að allir fari á skyndihjálparnámskeið reglulega.Verð að taka mig á í því efni. En ég hringdi strax í neyðarlínuna, lögregla, slökkvilið og sjúkrabíll koma á vettvang skömmu síðar. En lögreglumaðurinn sem tók niður nafnið mitt, kunni auðsjáanlega ekki að skrifa Leifur!! En hann skrifaði Leyfur, ég leiðrétti hann nú hið snarasta. Vonandi góður lögreglumaður þó svo að hann sé ekki góður í stafsetningu.
Nú svo fékk ég freistandi boð frá tveim eldri konum. Þær hafa nú verið allavega tíu til fimmtán árum eldri en ég. En þær buðu mig í threesome!!! En þeim fannst ég svo sætur að sögn. Gaman að því. En ég afþakkaði pent gott boð og þær borguðu bílinn með reiðufé. Ekki veit ég hvað þær hefðu gert ef ég hefði sagt já!!!!!!
Nú svo sá ég að einhver/einhverjir hafa áhuga á að gerast öskukallar. Allavega var búið að leggja tvær ruslatunnur snyrtilegar á miðri miklubrautinni. Sá reyndar ca. hundrað metrum frá tunnunum þrjá prúðbúna drengi ganga í átt að miðbænum á leið á djammið. Veit ekki hvort að þeir komu nálægt þessu eður ei. Skil samt ekki hver fær þörf á að fara með ruslatunnurnar á miðri götu um miðja nótt. Ég hef allavega lítinn áhuga á að koma nálægt slíkum tunnum meira en þörf er á, en bendi viðkomandi aðila/aðilum á að fá sér vinnu hjá t.d. sorphirðu Reykjavíkurborgar. Gæti best trúað að þeim vanti ávallt góða áhugasama starfsmenn.
Keyrði konu heim til sín sem var eitthvað ósátt við sinn eiginmann og hafði skilið hann eftir. Á áfangastað kom í ljós að konugreyið var bæði peningalaus og lyklalaus, en ok, hún bað um að fá að vekja börnin sín og sækja kreditkortið sitt sem væri innan dyra. Hófst hún nú handa við að hringja í krakkana en þau svöruðu ekki, enda steinsofandi. Fór konan þá út og barði á gluggum og hurðum. Þarna horfði ég á virðulega konu (eldri en ég) taka þvílík högg og spörk á hurðir og glugga að hver karlmaður hefði getað verið stoltur af. Þetta tók smá tíma en á endanum tókst henni að vekja einhvern krakka sem hleypti henni inn þannig að hún komst inn og gat gert upp við mig. Ekki veit ég hvernig móttökur eiginmaður hennar hefur fengið er hann kom heim........
En svo var að sjálfsögðu einnig rómantík í bílnum að vanda. Bara gaman að því.
Spakmæli helgarinnar á svo strákur sem sagði óvart "maður á ekki að drekka undir áhrifum áfengis.!!!". En hann ætlaði að segja maður á ekki að keyra undir áhrifum áfengis. Enda tók hann leigubíl í stað þess að aka sjálfur.
En núna er best að demba sér í próflestur.
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt 3.12.2007 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar