Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
20.5.2008 | 21:51
Freisting
Þetta umferðarskilti er svokallað bannmerki og þýðir að akstur velknúinna ökutækja sé bannaður. En til hvers er þá vegurinn? Er hann bara til að freista fólki og sjá hvort að það sé löghlýðið? Hmmm oft verður lítið um svör þegar stórt er spurt.
Góðar stundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2008 | 21:55
Fordómar
Ég verð að segja eins og hér að undanfarna daga hef ég ekki verið stoltur af því að vera Íslendingur. Okkur finnst sjálfsagt að ferðast um allan heim, setjast að þar sem að okkur sýnist. Allstaðar er hægt að finna Íslendinga, meira að segja í Zimbabwe. Oft hefur heyrst að Ísland sé eitt af ríkustu löndum veraldar, en svo þegar á að taka við örfáum flóttamönnum, einstæðum mæðrum og börnum þeirra, þá verður allt vitlaust í þjóðfélaginu. Fólk mótmælir hástöfum og ekki eru nú rökin ávallt mikil. Til dæmis var einn strákur á Akranesi spurður út í þetta í kvöldfréttum, hann vill ekki fá flóttamenn því þá telur hann sig ekki geta farið út að djamma. Því það séu svo margir Pólverjar nú þegar á skaganum sem fara á djammið. Give me a break!!!!
Ég vill ekki trúa því að við séum ekki tilbúinn til að taka okkar ábyrgð í hinu alþjóðlegu samfélagi. Þarna eru flóttamenn sem eiga í engin hús að vernda. Þau eru upp á aðra búinn. Vissulega er þetta fólk með aðra trú og aðra siði en við. En það þýðir ekki að við getum ekki opnað hjarta okkar fyrir því og tekið vel á móti því, enda fólki í neyð.
Ég hef verið þeirra gæfu aðnjótandi að búa í nokkrum löndum um ævina, fæddur í New York og ólst þar upp að hluta til, var eitt ár á Nýja-Sjálandi, bjó í Svíþjóð í fáein ár og svo í Noregi i nokkra mánuði. Allsstaðar var mér vel tekið. Í Svíþjóð var ég um tíma í sænsku skóla með útlendingum, meðal annras Kúrdum frá Írak og svo var fólk frá fleiri þjóðlöndum, t.d. Dani. Þetta var allt hið besta fólk. En auðvitað er misjafn sauður innan um, en það á líka við um okkur Íslendinganna. Ekki eru allir Íslendingar sem búa erlendis fyrirmyndarþjóðfélagsþegnar, þó svo að flestir séu það. Það sama á við um aðra útlendinga.
Ég hef ferðast víða, meðal annars um Eystrasaltslöndin, Eistland, Lettland og Litháen. Þar fór ég meðal annars á djammið og varð aldrei var við nein leiðindi, sá aldrei slagsmál eða neitt vesen eins og er í miðbæ Reykjavíkur. Samt var ég í miðbæ á stórum bæ að skemmta mér og skyldi ekki orð í viðkomandi tungumálum. Svo ég held að strákurinn á skaganum þurfi eiginlega að hafa meiri áhyggjur af samlöndum sínum, en það er annað mál.
Ef að hörmungar kæmi upp á Íslandi, þá væri gott að vita til þess að maður væri velkominn til einhvers annars ríkis þar sem að ástandið væri betra.
Tökum vel á móti þessu fólki. Þetta fólk hefur átt erfitt. Miklu erfiðara en við getum ímyndað okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2008 | 09:59
Til hamingju Hörður
Í gærkvöldi fékk ég skemmtilegt sms frá honum Herði vini mínum. En þar tilkynnti hann mér að ganga upp á Hvannadalshnjúk hefði ekki verið neitt mál. Gaman að heyra það, eins sagði hann mér að hópurinn hans hefði fengið gott veður, var víst mjög hlýtt en að vísu skýjað. Að sjálfsögðu fór hópurinn upp fyrir skýjinn er hann fór á topp Hvannadalshnjúks. Gaman að heyra af þessu. Nú hlakkar manni til að sjá myndir úr ferðinni.
Varðandi mína Hvannadalsgöngu þá er hún áætluð í þessari viku. Mikið búið að ganga á í sambandi við hana, um tíma varð vinaslit á milli mín og vinkonu minnar og allt bendi til að ég færi ekki í þessa göngu, enda er verið að fara með vinnunni hennar. Nú við náðum sáttum aftur, sem er frábært. Fórum eftir það saman í nokkrar göngur, meðal annars eina langa um Esjuna, þó svo að hún hafi ekki orðið eins löng og til stóð. En við urðum frá að hverfa sökum veðurs og skort á búnaði. Ekki sniðugt að ganga í klettum í snjó hálku án þess að hafa brodda. En í gærdag þá varð ég skyndilega 30 árum eldri eða svo. Veit ekki hvað gerðist, en allt í einu er ég að drepast í bakinu og get varla hreyft mig. Einhverskonar þursabit væntanlega Ef ég lagast ekki fyrir þriðjudag, þá held ég að útilokað sé að ég gangi eitt eða neitt, hvað þá upp á Hvannadalshnjúk. En þetta verður að fá að koma í ljós. Vona bara hið besta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2008 | 23:49
Höskuldavellir - Oddafell
Í kvöld fór ég í ca 3ja tíma gönguferð, var gengið frá Höskuldarvöllum og Oddafellið gengið endilangt, komið niður hjá hvernum eina, þar var snædd kvöldkaffi og svo gengið meðfram hliðinni til baka. Skilst að þetta hafi gert ca 8,5 km. En sel það ekki dýrara en ég keypti það. Er við vorum að koma tilbaka þá var komin þessi skemmtilega dalaþoka. Verst hvað myndavélin mín er orðin léleg, þrátt fyrir að vera nýleg, enda var hún ódýr á sínum tíma. En fæstar myndirnar voru þess virði að vera birtar, en læt þessa þó flakka með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2008 | 23:12
Dómaraskilyrði
Ef einhver heldur að ég ætli að fara að skrifa um ráðninguna hans Þorsteins Davíðssonar Oddssonar, þá getur viðkomandi hætt að lesa strax. Ég ætla að hverfa aðeins aftar í tímann, löngu fyrir daga Davíðs Oddsonar og sjálfstæðisflokksins. Reyndar ætla ég að skreppa svo langt aftur að allir landsmenn bjuggu í sveitum, menn lifðu á landinu fyrst og fremst og svo sjónum. Menn gengu í sauðskinnskóm og drukku mjöð. Þetta var við upphaf allsherjaríkisins Ísland, sem var á þjóðveldisöld, en hún var á tímabilinu 930-1262/64. (ath. ekki rugla við landsnámsöldina) Þarna ákváðu menn að réttast væri að setja landinu lög og því var hann Úlfljótur sendur utan til Noregs til að nema lagabálk fyrir landið. Á þeim tíma var ritlistin ekki komin til Íslands og því þurfti hann að læra allann lagabálkinn utan af. Það var ekki fyrr en veturinn 1117-18 að lögin urðu skrásett. Á þeim tíma voru menn ekki að blogga eða rita i blöð í hvert sinn sem dómari var skipaður, sjálfsagt hafa menn eitthvað rætt í bakherbergjum, eða skal segja yfir mjöð um hvort að viðkomandi taldist hæfur dómari eiður ei. En okkur þætti í dag þessi hæfisskilyrði ekki merkileg, en þau voru eftirfarandi:
- að vera karlmaður, 12 vetra að aldri eða eldri
- að vera svo þroskaður að kunna að ráða fyrir orði og eiði.
- að vera frjáls maður og heimilisfastur
- að hafa numið í barnæsku mál á danska tungu
- að hafa dvalist á Íslandi þrjá vetur eða lengur
- að vera ekki aðili máls né hafa sök handselda
Já það var auðsjáanlega mun auðveldara í þá daga að skipa dómara en í dag. Spurning hvort að dómara dagsins í dag séu betri eða verri. Erfitt að segja enda ekki hægt að gera samanburð þar á milli. En þessi kona sem er dómara í The Peoples Court vestur í Bandaríkjunum lætur allavega ekki hinn unga verjenda komast upp með neitt múður.
Þar sem að youbube er eitthvað að klikka á þessu mbl-bloggi þá er linkurinn hér:
http://youtube.com/watch?v=vnJnA_mt_UA
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2008 | 23:24
Esjan
Til eru fleiri leiðir upp á Esju, en hin sígilda leið upp Þverfellshornið. Fyrir helgi hafði starfsmannafélag KPMG ákveðið að fara um helgina í sína síðustu skipulögðu gönguæfingu fyrir Hvannadalshnjúkinn. Ákveðið var að fara á laugardeginum, þar sem að veðurspáin var hliðhollust fyrir þann dag, og skyldi ganga frá Móskarðshnúkum og meðfram allri Esjunni og koma niður nálægt Hvalfjarðargöngunum. Svo ég sótti Olgu snemma á laugardagsmorgninum. Er við höfðum ekið í smástund, þá var farið að spá í hvar hópurinn hafði ætlað að hittast, hún var alveg viss um að það hefði verið á N1 stöðinni í Mosó, er við komum þangað á síðustu stundu var enginn þar sem við þekktum, ekki sála. Eftir Olga hafði hringt eitt eða tvö símtöl komumst við að því að það átti að hittast hjá Húsasmiðjunni í Grafarholti, svo við brunuðum þangað, en á leiðinni sáum við bíla sem við könnuðumst við koma á móti okkur. En þar voru starfsmenn KPMG á ferð. Svo nú hófust aftur símhringingar og náðist samband við einn bílinn og var ákveðið að hitta hópinn hjá Olís í Mosó, svo aftur sneri ég við og brunaði á ný upp í Mosó, en núna á Olís. Þar var ákveðið hvernig skipulagið skyldi vera, en ákveðið var að einn bíll skyldi vera við Mógilsá, ef við skyldum ákveða að ljúka ferðinni þar, þar sem að veðurútlit var ekki of gott, en annar bíll skyldi vera þar sem að áætlað var að ferðinni skyldi ljúka. Ók allur hópurinn að Mógilsá og beið eftir þeim sem skutlaðist með bílinn alveg út á enda. Síðan var ákveðið að aka að upphafsreit, fóru þar tveir jeppar, Golfinn minn og einn Skódi. Ákveðið var að fara í gegnum iðnaðarhverfið sem tilheyrir Mosó (á milli Esjuna og mosó), því það væri styðsta og skásta leiðin að sögn farastjóra og þyrftum ekki að fara yfir neina á. Jæja við fórum þar í gegn og byrjuðum á að fara heim að einhverjum bæ, uppgvötuðum strax að við værum ekki á réttum stað og var ekið af stað aftur og tekin hin beygjan sem við tókum ekki. Komum þar að einni á, en létum okkur hafa það enda viss um að við værum á réttri leið. Alltaf gerðist vegurinn þó grýttari og illfærari, en Golfinn minn fór þetta þó allt og á endanum höfðum við ekið yfir fjórar ár, og þar sem dýpst var, hefði ekki mátt muna miklu. Allavega hefði ekki verið hægt að opna dyrnar á bílnum án þess að inn myndi flæða vatnið. En við enduðum á réttum stað og gangan gat hafist. Til hvers að kaupa jeppa þegar maður á Golf?
Við löbbuðum upp hlíðarnar og upp á Esjuna, það gekk nokkuð vel, að vísu sukkum við ansi oft djúpt on í moldaleðjuna þarna og fengum yfir okkur góða og mikla rigningarskúri. Er upp var komið var oft á tíðum gengið þar sem var snarbratt örðum meginn og þverhnípi á hinni hliðinni. Á meðan að aðrir töluðu um hvað það væri frábært útsýni þarna, þrátt fyrir veðrið, þá einbeitt ég mér að því að horfa beint niður, hélst á hælanna á manneskjunni fyrir framan mig. Ástæðan er ósköp einföld, ég er frekar lofthræddur maður, jæja allt í lagi ég skal alveg viðurkenna það, ég er mjög lofthræddur og stóð á tíma ekki á sama. Skylst að við höfum farið í rúmlega 800 metra hæð. Svo komum við að mig minnir að það heitir Laufskarð, en þar hefur Ferðafélag Íslands verið svo elskulegt að setja upp skyldi til að minna mann á að maður fari um hálendi á eigin ábyrgð!!!! En á þessum tíma var komið hávaða rok, Olga segist hafa tekist á loft, þarna eru bara klettar og þar var snjór og harðfenni og kominn slydda í þokkabót. Ég bað um að fá að vera samferða eða nálægt farastjóranum yfir þessa hindrum sem mér leist orðið ekkert á. Þarna í klettunum aðeins lengra er víst kaðall til að halda sér utan í á meðan að maður fetar sig í klettunum, lét hann mig vita af. Reyndar vissi ég að á einum tímapunkti kæmi að þessum kaðli í klettunum. En ok, við byrjuðum að færa okkur niður snjóskaflinn, hann fremstur svo ég, og aðrir 13 rétt fyrir aftan. Þá gerðist það, já þá heyrðist köll frá elsta manninum í ferðinni. Sagði okkur að hætta við hið snarasta. Þetta væri ekkert vit. Hann væri búinn að lesa einhverja bók eftir Ara Trausta sem segði að þarna ætti maður alls ekki að fara ef það væri snjór og ís, nema þá að hafa brodda sem við vorum ekki með. Svo nú þurfti ÉG lofthræddi maðurinn að gjöra svo vel að snúa við í snjónum. Ok þetta var kannski ekkert mjög langt, en alveg nógu langt miðað við aðstæður. Eftir nokkrar umræður, sem tóku allt of langan tíma, þá var ákveðið að snúa við, ég var satt að segja mjög fylgjandi að snúa við. Fórum ekki alveg sömu leið tilbaka, heldur fórum niður einhverja hlíðina, á leiðinni tókst okkur að setja af stað smá skriðu. Merkilegt hvað þarf lítið til að búa til skriðu, en þessi skriða hefur verið ca 2,5 til 3 metra á breitt, veit ekki hvað hún fór marga metra niður, en nokkra þó svo að hún hafi ekki farið alla leið. Neðarlega í hlíðinni í smáskjóli var ákveðið að borða nestið. Síðan var gengið að bílunum og ekin hin "lengri" leiðin tilbaka, viti menn, þar var engin óbrúuð á, sem þurfti að aka yfir, takk fyrir og bara nokkuð góður malarvegur. En ganga sjálf tók um það bil 4,5 tíma.
Þessi færsla er ekki í boði N1, Húsasmiðjunnar eða Olís, né KPMG.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2008 | 23:19
Virkið
Gekk um Úlfarsfellið í gær, sá þar fyrst stöngina sem mælir vindinn líklega fyrir svifflugdrekanna og gekk þar svo um allt. Sá meira að segja þetta virki sem mér var sagt að breskir hermenn hefðu gert í hernáminu á Íslandi á sínum tíma. Hef reyndar áður gengið þarna upp og meira að segja einu sinni verið farþegi í bíl upp á Úlfarsfellið. Líflegur staður og mikið útsýni. En þarna má sjá göngufólk, unga krakka á krossurum, jeppamenn og jafnvel svifflugdrekamenn. En af mörgum perlum landsins, rétt við bæjardyrnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2008 | 22:20
Straumsvík - Hvassahraun
Skrapp í gær í gönguferð með fólki úr Reykjanesbæ. Þarna voru nokkrir úr vinnunni minni meðal annars. En gengið var frá Straumsvík að Hvassahrauni og tók sú ganga tæpa 3 tíma með hléum. Ágætis ganga og gaman að sjá svæðið. Því satt að segja þykir mér umhverfið í kringum Reykjanesbrautina frekar ljótt, en þarna rétt utan augsýn brautarinnar er bara nokkuð fallegt landsvæði.
En þetta er síðasti bærinn sem fór í eyði við straumsvík. Hægt er að sjá fleiri myndir í myndaalbúmi með nafninu Straumsvík.
Góðar stundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2008 | 23:28
Steinninn
Er ég gekk niður almannagjá um síðustu helgi, rak ég augun í steininn sem myndar brú efst í klettunum. Spurning hvort eða hvenær hann muni falla niður. En þarna var ég á ferð með nokkrum góðum skólafélögum mínum ásamt kennara. Stórskemmtileg ferð í alla staði. Hægt er að sjá örfáar, misgóðar myndir úr ferðinni í myndaalbúmi með hinu frumlega nafni Þingvellir, eða bara hér.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar