Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
30.9.2008 | 18:21
Gjárétt
Gjárétt er friðuð rétt í Reykjanes fólkvanginum. En þangað er stutt göngufæri frá Heiðmerkurvegi er maður kemur inn í Heiðmörkina frá Garðabænum. Þangað er vel þess virði að ganga og skoða minjarnar frá fyrri tíð.
Núna er ég farinn út að ganga með gönguhópnum Leifsa Lost.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2008 | 20:41
Family picture
Hluti af skyldmennum mínum sem búa í Bandaríkjunum ásamt sjálfum mér og systur minni sem býr hér á landi. Systir mín sem býr úti tók seinnilegast myndina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2008 | 20:44
Reykjanes fólkvangur
Gekk í dag um Reykjanes fólkvang, eins og stendur á vörðunni hér að ofan. Einhver sem er sennilega ólæs hefur séð ástæðu einhvern tímann til að kveikja eld við vörðuna þannig að sótið hefur sést á skiltið að hluta til.
En skiltið ósköp einfaldlega býður fólki velkomið og biður það um að sýna góða umgengni. Enda er skemmtilegra að njóta náttúrunnar ef að umgengnin er góð. En þetta er stórkostlegur staður og fleiri myndir munu birtast frá þessum stað síðar.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2008 | 22:09
Birnir
Komst að því í dag er ég fór út að ganga að allir Birnir á Íslandi eiga sér lund. Rakst á þennan gróðurlund er ég var á gangi sem ber nafnið Björnslundur, kannski að ísbirnirnir sem komu hingað til lands fyrr á árinu hafi verið á leið í Björnslund, svo er spurning hvort að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fari oft í þennan lund. Hann hefði allavega gott af því svona annað veifið, enda útivera meinholl.
En skyldi einhversstaðar vera til Leifslundur?
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2008 | 21:51
80
Petra Íris ánægð í bílnum, enda ekur pabbi hennar á löglegum hraða sem er 80 kílómetra á klukkustund eins og sjá má út um gluggann.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2008 | 19:11
Hannes Ragnar og Petra Íris
Alltaf gaman að vaða, jafnvel þó svo að maður sé orðinn stærri en pabbi sinn. Verst hvað áin var vatnslítil þarna, eða kannski eins gott þar sem að þau voru bara í strigaskóm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 23:30
Staðará
Þessi á, heitir Staðará og skilur að Árbæ og Stað. Þessir sveitabæir eru í Reykhólasveitinni, stutt frá þar sem að Dagvaktin er tekin. En þessi mynd var tekin í Ágúst síðastliðnum upp á fjallinu eftir mikla þurrka og áin því mjög vatnslítil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 17:44
Jesus...
Hér um árið kom ég aðeins við á Cayman Islands. Þar rakst ég á þennan vegg sem hafði verið málaður með texta í tilefni fellibylsins Ivan.
Þess skal tekið fram að ég á EKKI leynilegan bankareikning á Cayman Islands.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 18:20
Hvolpar
Fyrr í mánuðinum fæddust nokkrir hvolpar, er þessi mynd var tekinn hafa þeir verið ca. 9 klukkustundagamlir eða svo. Þessi sem sést á myndinni er með áberandi rautt trýni, en enginn af hinum. En áður en maður veit af munu þeir vaxa úr grasi.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2008 | 19:14
Jörðin hrækir á mann
Skrapp í sumar til Hveragerðis og vissi ekki fyrr en að jörðin fór að reyna að hrækja á mig allt um kring, það var eins og að landið væri að kúgast, væri með kvef eða eitthvað lasið, allavega skutust upp brúnleitar heitar drulluslettur hér og þar í kringum mig og son minn. En þar sem að jörðin gat ekki miðað á okkur né neinn annan þá fóru flestar sletturnar beint upp i loft og svo aftur niður í sama pollinn. Já náttúran er undarlegt en skemmtilegt fyrirbæri.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar