Hercules og lögin

Dworkinn vill meina að í hverju máli fyrir sig sé til ein rétt regla. Kenning hans er Hippocrates en hann miðar við að Hercules finni ávallt réttu regluna í hverju máli, en hann gerir sér grein fyrir því að mennskir menn séu ekki eins og Hercules en við eigum hinsvegar að reyna að vera eins og Hercules.

Sýn Dworkins á dómarann er ekki eins og Hart, hann sér ekki dómarann sem einhvert opinbert bákn sem til vara búi til lagareglur, heldur sé dómarinn útvörður einstaklingsréttinda og réttinda minnihlutahópa.

Grunnurinn í hugmyndafræði Dworkins er að hafna því að lögin séu bara tæki til að ná pólitískum verkum, hann hafnar því í riti sínu taking rights seriously. Hann gerir skýrar grein á milli réttarfarslegum og þjóðfélagslegum markmiðum en hjá raunsæismönnum rennir þetta saman. Hvað eru þjóðfélagsleg markmið? Réttindi er það sem við eigum að líta til. Dworkinn hugsar alltaf um sig í dómarasætinu og ef þú ert dómari þá áttu ekki að hugsa um þjóðfélagsmarkmið, en þjóðfélagsmarkmið hvetur til málamiðlunar til að ná fram einhverskonar heildarhag. Við eigum ekki að meta reglur út frá því hver er hagkvæmnin af því, þannig að dómarinn á ekki að búa til reglur út frá hagkvæmni þjóðfélagsins.  Það kemur dómaranum ekkert við hvort að úrskurðurinn sé þjóðfélagslega hagkvæmur hann á að vera það staðfastur að dæma eftir lögunum og reglum laganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

....................... Leifur - ertu á mörkunum að lesa yfir þig??? sko ekki ég heldur ... þar sem þú dýrkar Hercules þá er Hr. Mills mitt æði. Sko sjáðu bara hvað hann segir hér: ohh hann er svo klár.......... eitt helsta framlag Mills til nytjastefnunnar var rökin fyrir stigskiptingu ánægjunnar. Bentham taldi alla hamingju jafna en Mill færði rök fyrir því að vitsmunaleg og siðferðileg ánægja sé æðri líkamlegri ánægju...... bull shit..

maddaman (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 22:54

2 Smámynd: Leifur Runólfsson

........Heimspeki er æði  - or not . Mér er sagt að það fari allt eftir því hvernig þú lýtur á það. Eins og Max Weber segir réttilega "Valið stendur um guð og djöfulinn, en hvort er hvor, það er háð endanlegri afstöðu þess, sem í hlut á; hver maður verður að velja, hvort er hans guð og hvort hans djöfull." (bls 103. Mennt og máttur eftir Max Weber) og hana nú.

Leifur Runólfsson, 27.11.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 22535

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband