Athyglisverður erlendur dómur

Var að spá í að skrifa um femínistaefnið bleikt og blátt, en þá rakst ég á þessa dóma og ákvað að það væri mun skemmtilegra að skrifa um þá en hið margumritaða efni, hvort að börn eigi að vera klætt í bleikan og bláan lit við fæðingu. Cool En öll munum við eftir Brennu-Njálssögu og Gunnari á Hlíðarenda en hann beið bana þar sem að kona hans Hallgerður langbrók neitaði að gera honum lokk úr hári sínu.

„Gunnar mælti til Hallgerðar: „Fá mér leppa tvo úr hári þínu og snúið þið móðir mín saman til bogastrengs mér.“ Hallgerður svarar á móti: „Liggur þér nokkuð við?“ Gunnar mælir: „Líf mitt liggur við, því að þeir munu mig aldrei fá sóttan meðan eg kem boganum við.“
En þessir tveir dómar hér að neðan eru kannski að hluta til skyldir atburðarásinni hjá Gunnari nema hvað þeir gerast mun síðar.
Málsatvik eru sambærileg í báðum málum og gerast í og rétt eftir seinni heimstyrjöldina. Um var að ræða þýska hermenn sem voru heima hjá sér í stutt leyfi. Konur þessara hermanna hafa seinnilega verið orðnar leiðar á mönnunum sínum, allavega þá tilkynntu þær til yfirvalda að mennirnir hefðu haft óviðurkvæmileg orð um Hitler og Nasistastjórnina. Þær vissu mæta vel að þetta myndi hafa afar alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi aðila og væntanlega yrðu þeir dæmdir til dauða. Í báðum tilvikum voru þeir dæmdir til dauða, en í stað þess að framfylgja dómnum þá voru þeir í staðinn sendir til Rússlands til að berjast í fremstu víglínu. Enda var mikið mannfall þar og ansi ólíklegt að þeir kæmu tilbaka. En öllum að óvörum þá sneru þeir aftur og um leið og stríðinu lauk fóru þeir í mál við fyrrum konur sínar og dómarana sem höfðu dæmt þá til dauða.
Dómstólinn komst að því að lögin væru kúgandi og óréttlát. En hinsvegar hefðu þau verið sett á réttan máta. Því var dómarinn sýknaður en konan dæmd fyrir misneytingu á því að nota sér kúgandi lög til að ná fram illgjörnum endi á hjónabandinu.
Í seinna málinu, sem kom til kasta dómstólanna aðeins seinna, fór fyrir Hæstarétt árið 1952, var komist að þeirri niðurstöðu að annaðhvort væri bæði eiginkonan og dómarinn sekur eða hvorugt, annað væri ekki hægt. Því að dómarinn hafði tekið mark á þessum lögum og ekki virt friðhelgi heimilisins né tjáningarfrelsið í raun. Maður á að hafa leyfi til að segja skoðanir sínar á sínu eigin heimili við sinn eigin maka. því hefði dómarinn í fyrra málinu og báðum í reynd verið saknæmur fyrir refsivert gáleysi í dómsúrskurði sínum. því bæri að dæma bæði eiginkonuna og dómarann fyrir frelsissviptingu og tilraun til mandráps á hermanninum.
JÁ KÖLD ERU KVENNARÁÐ ÉG SEGI EKKI  ANNAÐ!!!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar F. Valsson

Ef við göngum út frá því að konurnar hafi verið að segja satt.  Eiginmenn þeirra hafi talað illa um Hitler og nasistaflokkinn. 
Samkvæmt lögum þess tíma bar öllum þeim sem höfðu heyrt einhvern tala illa um Hitler eða nasistaflokkinn að tilkynna það til yfirvalda.  Skipti engu máli hvort það væri maki eða einhver annar eða hvort það væri sagt innan veggja heimilisins eða annarsstaðar.  Tilkynningaskyldan var alger.
Hefðu konurnar ekki tilkynnt eiginmenn sína voru þær sjálfar búnar að brjóta lögin.
Þær ákváðu að fara að lögum sem voru í gildi í landinu á þeim tíma.
Dómarinn dæmdi samkvæmt þeim lögum sem honum bar að fara eftir.
Lögin voru sett af þýska þinginu með löglegum hætti.
Sama hversu röng lögin voru þá voru þetta þau lög sem voru í gildi á þeim tíma.  Bæði konurnar og dómararnir fóru eftir þeim lögum.
Er þá rétt að dæma fólk fyrir að fara að þeim lögum sem voru í gildi á þeim tíma? 

Ragnar F. Valsson, 30.11.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Leifur Runólfsson

Ef að Hitler hefði unnið stríðið, þá hefðu þessar konur og dómar væntanlega frekar verið hyllt sem alþýðuhetjum en þau ekki gerð að skúrkum. En hitt er svo annað mál að það er ekki allt leyfilegt í stríði. Til dæmis var það ekki talið leyfilegt að senda gyðinga í sturtu í auswitch.

Svo við tökum annað stríð, Rwanda, þá var ekki heldur talið leyfilegt að útrýma öðru þjóðarbrotinu eins og stefnd var að í því stríði.

Sem betur fer eru til alþjóðalög um mannréttindi í dag. En auðvitað veit maður að sigurvegarinn í stríði er aldrei dæmdur sekur, einungis sá sem tapar stríðinu.

Leifur Runólfsson, 2.12.2007 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 22536

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband