Breytingar

Jæja spurning hvort að maður sé að komast á breytingaraldurinn eða hvað!!! LoL Allavega eru nokkrar breytingar framundan hjá mér um þessi mánaðarmót. Fór í kvöld upp á Bifröst og kláraði að taka síðustu húsgögnin í bæinn. Er sem sé að flytja í Garðabæinn. Þess má geta að lögreglurassíunni var lokið er ég kom uppeftir svo ég missti af henni til allra lukku. Nú svo við höldum áfram með breytingarnar, þá mun ég hætta að krassa í Teigaselinu um helgar og þegar ég er í bænum, þar sem að ég er eins og áður segir að flytja í Garðabæinn. Nú, ég er búinn að fá vinnu sem fulltrúi hjá Sýslumanni hér rétt fyrir utan höfuðborgina og mun ég hefja störf á mánudaginn, sem þýðir að ég mun hætta að keyra TAXA um helgar og í afleysingum. Væntanlega verður þetta því síðasta helgin mín sem ég mun keyra leigubíl og það er bara góð tilfinning.

Er ég byrjaði á Bifröst þá var nú fyrsta markmiðið bara að klára Frumgreinadeildina og sjá svo til, það tókst og þá var ákveðið að klára bs gráðuna í Viðskiptalögfræði, svo átti nú bara að fara út á vinnumarkaðinn og fara að vinna. Nú það tókst að klára þessa bs gráðu og gekk bara ágætlega, þá fór maður að hugsa að maður þyrfti nú ekki að bæta svo mikið við sig í viðbót og þá væri maður orðinn að lögfræðingi, nú er það komið langleiðina í hús, farið að sjá vel fyrir endanum á því og þá er maður farinn að hugsa um að taka Héraðsdómslögmannsréttindin í byrjun árs 2009. En þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími og að vissu leyti synt að honum skuli vera að ljúka núna en líka viss tilhlökkun yfir framtíðinni.

Sem sé í stuttu máli, fluttur af Bifröst, fluttur í Garðabæinn, hætti að gista í Teigaselinu um helgar, hætti að keyra TAXA og er kominn með nýja vinnu sem fulltrúi hjá sýslumanni. Svo mun ég í haust klára endanlega ML-gráðuna og verð þá ekki lengur viðskiptalögfræðingur, heldur lögfræðingur. Svo stefnir maður á að taka Héraðsdómslögmannsréttindi innan árs eða svo.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 22538

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband