Refsingar. Ber að þyngja þær, minnka þær eða eru þær mátulegar.

Oft heyrum við fólk hneykslast á að einhver refsing sé ekki nægilega þung, sjaldnast heyrum við að refsingar séu of þungar. Ekki nema þegar Íslendingar eru teknir erlendis, þá er eins og þjóðin fari á annan endann og tali um grimmúð annarra þjóða í garð sakborninga, sbr. sakborningurinn sem sat í einangrun i Færeyjum. 

Refsing er í eðli sínu mjög þungbær fyrir sakborning og þá alveg sérstaklega í formi fangelsisvistar, sem hefur einnig í för með sér flekkun mannorðs viðkomandi aðila. En stundum getur réttindamissir verið sakborningi þungbærri en fangelsisrefsing, en það er nú í undantekningartilfellum að ég myndi ætla.

En hérna er refsiramminn fyrir nokkra glæpi skv. alm.hegningarlögunum nr. 19/1940

173. gr. a. Sá sem flytur inn eða selur fíkniefni allt að 12 ára fangelsi. 

194. gr. nauðgun 1 ár til 16 ára fangelsi. 

217. gr. Sem er minniháttar líkamsárás, sektir eða fangelsi allt að 1 ári.

218. gr. Sem er meiriháttar líkamsárás þá er refsingin allt að 16 ára fangelsi

211.gr. Mannsbani lágmark 5 ár, lengst ævilangt.

Þess skal tekið fram að þetta er refsiramminn, þar er ekki þar með sagt að hann sé fullnýttur þegar sakborningar eru dæmdir, enda á einungis að fullnýta þá í sérlega viðurstyggilegum málum.

Væri forvitnilegt að vita hvað fólki finnst, er þetta nægjanlega þungar refsingar, ber að þyngja þær eða lækka þær. Auðvitað getur verið mismunandi á milli brotaflokka, þarna tók ég einungis nokkra brotaflokka.

Góðar stundir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Það þarf nú bara aðalega að taka til í dómskerfinu og fylgja refsirammanum.

Kristín Snorradóttir, 20.4.2008 kl. 20:28

2 identicon

Vandamálið er að refsiramminn er oftast ekki fullnýttur, ekki að dómararnir hafi ekki möguleika til að nýta refsirammann. Hins vegar - þó ég sé nú engan veginn sérhæfð í refsirétti enda ekki mitt fagsvið, þá set ég spurningamerki við hvort það sé ekki bara einfaldlega þannig að ákveðin hefð hafi myndast í dómskerfinu eða venja, um að nýta refsirammann upp að ákveðnu marki í hverjum brotaflokki fyrir sig. Þá getur verið erfitt fyrir dómara að fara út fyrir þessa hefð/venju og út fyrir þennan "ramma" sem venjan hefur myndað í framkvæmd. Humm.... hvað segir svo sérfræðingurinn um þetta?....

P.s. ef þú ert einhvern tímann í bænum, eða þ.e. ekki í vinnunni, væri gaman að hittast í hádegismat eða kaffi.

Linda (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 00:15

3 Smámynd: Leifur Runólfsson

Þetta er í raun alveg rétt hjá Lindu. Það er náttúrulega ekki gott ef að dómar taki stökkbreytingum, segjum sem dæmi að A er dæmdur fyrir eitthvað ákveðið mál og fái 1 árs fangelsi, svo fremur B samskonar brot og fær 2ja ára fangelsi. Þetta finnst dómurum almennt ekki ganga og því gerast breytingarnar hægt á hvorn veginn sem er. Þarna eru dómarar að gæta jafnræðis, þó svo að hugsanlega sé búið að þyngja refsirammann. Svo er líka annað mál, dómarar eru einnig ávallt hvað skal segja "hræddir" við að fullnýta refsirammann, tökum sem dæmi pólstjörnumálið, aðilar flytja inn hva ca 60 kg af dópi, ef að refsiramminn hefði verið fullnýttur í því máli hvað ætlarðu að gera ef að næstu aðilar myndu flytja inn 100 kg af dópi. Þá geta þeir ekki fengið þyngri dóm en hinir. Einhvern veginn svona er hugsunin hjá dómurunum að ég best get séð.

En hvað mig varðar, þá hef ég ekki trú á fangelsisvist og þess háttar refsingum. Tel það ekki þjóna neinum tilgangi að þyngja dóma nema kannski í undantekningartilfellum.

Ég er sammála Stínu að verjendur þurfa að vera vandir að virðingu sinni. En refsirammanum er fylgt bara spurning hversu mikið af honum þú átt að nota!

Linda ég veit ekki alveg hvenær ég verð í bænum næst á virkum degi í hádeginu, er núna á Bifröst, en við skulum endilega skreppa í hádegismat saman ef ég verð í bænum einhvern tímann á næstunni í hádeginu.

Leifur Runólfsson, 23.4.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 22540

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband