Ísbjarnarblús

Í morgunsárið uppgvötaðist að Ísbjörn hefði numið land norður í landi. Sást til hans í Þverárhlið. Þrátt fyrir að Ísbirnir hafi áður numið land hér á landi, þá virðist sem enginn hafi vitað hvernig ætti að bregðast við. Á endanum varð greyið björninn svo skotinn, enda þrátt fyrir að vera í útrýmingarhættu þá ku hann bara vera friðaður á sjó og ísjökum, en um leið og hann stígur á land, þá má drepa hann, en þetta kom víst fram einhversstaðar í einhverjum fjölmiðli.

En það er ýmislegt sem hefur þurft að vega og meta í morgunsárið hjá viðkomandi yfirvöldum, það er lögreglunni og umhverfisráðuneytinu. Til að mynda eftirfarandi:

  • Veldur dýrið hættu?
  • Á að drepa það?
  • Á að deyfa það?
  • Á að veiða það í gildru? Er slík gildra til? er hægt að útbúa slíka gildru í snarhastri?
  • Er hægt að geyma dýrið hér á landi á lífi?
  • Er hægt að senda dýrið tilbaka sökum sjúkdómahættu? (Dýr sem flutt eru til landsins þurfa að fara í sóttkví í ákveðinn tíma, hvernig ætli þessar reglur séu í Grænlandi?)

 Eftir að dýrið var felld hefur þurft eða þarf að spyrja sig eftirfarandi spurninga

  • Má nýta kjötið?
  • Hvað á að gera við hræið?
  • Hver ber kostnaðinn af því?
  • Hver á að fá að eiga það?

Satt að segja held ég að enginn hafi vitað hvað skyldi gera. Virðist sem ákvarðarnir hafi verið teknar í óðagoti og flýti. Fyrst tala menn um að ekkert deyfilyf hafi verið til í landinu, svo að þessi "eina"deyfibyssa á landinu hafi verið óvirk og staðsett á Egilsstöðum, en nú er komið í ljós að bæði sé byssan virk og eins að til sé deyfilyf í landinu. Menn benda á hættuna á að týna dýrinu sökum þoku. Ég horfði áðan á upptöku mbl-sjónvarpsins af því er dýrið var skotið, einhvern veginn get ég hvorki séð neina þoku þar eins og talað er um að hafi verið á svæðinu. Miðað við lýsingar í útvarpinu frá þeim sem verja dráp dýrsins þá var þar nánast þykk Lundúnaþoka, né get ég séð að dýrið hafi verið að ógna mönnum. Finnst frekar eins og það sé að hörfa. En auðvitað er auðveld að gagnrýna þá ákvörðun að skjóta dýrið héðan heima frá sér, langt frá atburðum dagsins. En samt finnst mér að menn hafi tekið þessa ákvörðun með ansi snöggum hætti og það er gagnrýnisvert. Líklegast er svo sem að dýrið hefði verið drepið á endanum, en samt dýr sem er í útrýmingarhættu, ber að reyna að vernda með öllum tiltækum ráðum að mínu áliti. En vonandi munum við íslendingar úr því sem komið er læra af gjörningum dagsins og útbúa einhverja aðgerðaráætlun ef og þegar svipað atvik gerist aftur.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar F. Valsson

Stóra spurningin er hvort það eigi að vernda ísbjörninn eða Skagfirðinga.  Ef ísbjörninn hefði horfið sjónum hefði þurft að leggja í hættulega leit til að finna hann aftur.

Þeir sem vildu vernda björninn vildu að hann yrði svæfður og fluttur hangandi í þyrlu 200 sjómílur til Jan Majen. 

Það er ekki góð hugmynd að fara langa vegalengd með þungan pendúl hangandi undir þyrlunni.

Vissulega þarf að búa til aðgerðaráætlun en ég held að það þurfi að hafa hana raunhæfa.

Það er ekki vænlegt til árangurs að hætta á að forna mannslífi til að bjarga ísbirni.

Ragnar F. Valsson, 4.6.2008 kl. 17:25

2 Smámynd: Leifur Runólfsson

Að sjálfsögðu þarf að vernda mannslíf, en það þarf líka að vernda líf almennt. Dýr eru lifandi og Ísbirnir eru í útrýmingarhættu. Aðalhættan virðist hafa skapast sökum þess að það dreif af fólki til að sjá ísbjörnin. Skil það reyndar mjög vel, ég hefði eflaust reynt að sjá hann ef ég hefði haft tök á því. En lögreglan hefði átt að loka veginum þarna strax í upphafi og takmarka aðgang almennings. Einhvern veginn finnst mér eins og það hafi verið ákveðið strax í byrjun að skjóta ísbjörninn og finna svo út rök fyrir gjörningnum. En vonandi hef ég rangt fyrir mér.

Leifur Runólfsson, 4.6.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 22538

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband