Ekki skíta í bíó

Síðasta laugardagskvöld fór ég og sonur minn í bíó saman. Fórum að sjá myndina Wanted. Fórum á tíu-sýninguna í álfabakkanum.

Ekki ætla ég að gagnrýna myndina, enda les ég aldrei kvikmyndagagnrýni, tel að fólk eigi að fara í bíó bara ef því langar að fara á viðkomandi mynd en ekki hvort að einhver gagnrýnandi segir að hún sé góð eða slæm. En nóg um það.

Við settumst niður aftarlega í salnum með popp og kók eins og vera ber er maður fer i bíó. Fljótlega eftir að myndin hefst verðum við varir við þessa líka fúlu lykt. Ég spurði nú son minn hvort að hann hafi verið að reka við, en hann neitaði því. Jæja við héldum áfram að horfa og aftur kom þessi lykt og aftur og aftur. Svo kom kom loks hlé. Þá vonuðum við svo heitt og innilega að viðkomandi aðili sem gerði ekki annað en að reka við myndi láta sig hverfa úr salnum eða í hið minnsta fara á klósettið að skíta, þannig að þessi ólykt færi. Ég get svarið það, ég held að það hefði verið minni lykt ef að maðurinn hefði bara hreinlega skítið í salnum. En jæja eftir hléið hófst myndin af nýju og enn og aftur gaus líka upp þessi ógeðslega lykt og það ekki einu sinni eða tvisvar, heldur mjög reglulega. Verð að segja að við nutum ekki myndarinnar eins og vera bar sökum þessara lyktar, en fljótir vorum við að koma okkur út og í ferskt loft. 

Einhvern tíma var verið að reyna að markaðssetja kvikmyndir með lykt, ef það hefur verið í líkindum við þessa lykt þá skil ég vel að það hafi ekki gengið. 

Næst þegar ég fer í bíó ætla ég rétt að vona að ég lendi ekki í svona ógeði aftur.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 22534

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband