Skata - Nei takk!!!!!!!!!!

 

Á síðu sem ég rakst á stendur eftirfarandi:

Hákarl er venjulega óætur. En ef hann er grafinn niður í fjörusand í nokkra mánuði yfir veturinn, rotnar hann á sérstakan hátt og fær sterkt bragð, sem minnir á sterkan ost. Það er kallað kæstur eða verkaður hákarl. Íslendingum finnst hákarl góður með brennivíni. Sumir hafa reynt að selja hákarl í Evrópu og kalla hann fiskost (fromage de poisson). Skata er líka kæst. Á Vestfjörðum var siður að borða kæsta skötu á Þorláksmessu (23. desember). 

EKKI skil ég hví fólk hefur áhuga á að borða ÓNÝTAN mat á þorláksmessu!!!!!!!!!! Allavega borða ég ekki og mun aldrei borða skötu. Lyktin ein og sér nægir til að segja mér að þessi matur sé ónýtur og eigi að fara í ruslið.

Fólk sem borðar skötu hefur auðsjáanlega MIKLA sjálfspyndingarþörf. Aumingja fólkið. Sem betur fer er ég ekki í hópi þessa fólks sem stundar svona pyndingar. Verst þykir mér að þurfa að neyðast til að finna lytkina af því. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú missir af miklu.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 09:41

2 Smámynd: Ragnar F. Valsson

Ég ætla að láta vaða á skötu á Þorláksmessu í fyrsta skipti á ævinni.  Ég er samt sannfærður um að skatan sé alveg blessunarlega laus við að vera góð.

Ragnar F. Valsson, 21.12.2007 kl. 16:36

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Stemmingin maður, stemmingin.... ég sleppi skötunni fæ mér bara saltfisk í staðinn og rófur.

Kristín Snorradóttir, 21.12.2007 kl. 19:31

4 Smámynd: Leifur Runólfsson

Veit að ég er ekki að missa af neinu með því að borða ekki skötu. En saltfiskur er góður matur og það er mun nær að borða hann á Þorláksmessu. Ég mun reyndar væntanlega borða Hangikjöt hjá henni móður minni á Þorlák, en annars líst mér vel á saltfiskinn, reyndar þá með kartöflum og bræddu smjöri.

En fólk sem borðar skötu getur alveg eins borðað myglað brauð.

Leifur Runólfsson, 21.12.2007 kl. 23:13

5 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Það væri kannski ekki svo galið að smakka fyrst og dæma svo,mér skilst á þessum skrifum þínum að það hafir þú ekki gert,þetta eru svipuð rök og hjá stráknum sem borðaði ekki hrossakjöt,afþví að það væri vont,þegar málið var rætt nánar kom í ljós að hann hafði aldrei smakkað það,pabbi hand sagði að það væti vont.Með kveðju og frómum óskum um gleðileg jól,þótt þú farir á mis við skötuna.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 22.12.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband