Húmoristi

Ungur drengur var skipaður Héraðsdómari sökum "hæfileika" sinna, eða var það vegna þess að hann er sonur pabba síns? Allavega voru þrír aðilar taldir mun hæfari en hann til að gegna dómarastarfinu að mati matsnefndar. En hvað um það, þá er ekki hægt að segja annað en að drengurinn sé húmoristi er hann er spurður út í þá gagnrýni sem skipun hans í embætti hefur sætt. Þess má geta að hann hefur áður sótt um og verið hafnað. En hann svaraði blaðamanni á eftirfarandi veg:

„Ég sótti um fyrir einu ári og þá fékk ég ekki starfið. Ég undi ákvörðun ráðherra þá og geri það einnig nú,"

Það er allaveganna gott að hann skuli una ákvörðun ráðherra, víst að hann sótti um starfið og fékk það. Cool Skyldi dómanir sem hann á eftir að semja vera með jafnmiklum húmor í í framtíðinni? Grin

Ég kannast við einn þeirra aðila sem sótti um sem var talinn mun hæfari en Þorsteinn, en það er hann Pétur Dam Leifsson (hann er ekki sonur minn þrátt fyrir að vera Leifsson), en hann kenndi mér bæði Þjóðarrétt og svo helminginn af námskeiðinu Almenn lögfræði IV. Fínn kennari og margfalt betri kennari en sá sem kenndi á móti honum í síðari námskeiðinu.

En allavega, það er gott að Þorsteinn geti unað niðurstöðu ráðherra. hehe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Heldurðu að þeir séu til??

Ari Guðmar Hallgrímsson, 22.12.2007 kl. 14:38

2 Smámynd: Leifur Runólfsson

Matsnefndin taldi hann allavega vera hæfan dómara. Svo við skulum vona að hann verði ágætur dómari. Spurning hvort að hinir þrír hefðu orðið betri dómarar? En til hvers að hafa matsnefnd ef ekki er farið eftir henni? Hefði ekki einhver skrifstofumaður/kona geta fundið út að þau væru öll hæf?

Leifur Runólfsson, 22.12.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband