Nafnabreytingar, lögrétta og lögsögumaður alþingis.

Fór áðan á ansi skemmtilega málstofa sem haldinn var í Háskólanum á Bifröst. En þar var Sigurður Líndal lagaprófessor með erindi sem bar heitið: Alþingi á Þingvöllum.

Kom hann þar fram með meðal annars hugmyndir um að taka upp gömul nöfn á ýmsu tengdu starfsemi Alþingis. svo sem að kalla þingsalinn lögréttu og að forseti alþingis yrði kallaður lögsögumaður, reyndar taldi hann að stytta mætti það í lögmann. Persónulega líst mér betur á lögsögumanninn. En fyrrum þingmaður var þarna á staðnum og reyndar annar fyrrum varaþingmaður. Gat ég ekki heyrt betur en að þeim lítist vel á þessar hugmyndir, allavega tjáði Bryndís Hlöðversdóttir að sér þætti þetta áhugaverðar hugmyndir sem ætti fyllilega rétt á sér að skoða.

Eins kom Sigurður Líndal með hugmyndir um að setja Alþingi á þingvöllum að sumri til, það er á sama tíma og Alþingi var sett hið forna, þar sem að forsætisráðherra myndi flytja hélstu stefnumál sinnar ríkisstjórnar og síðan yrði fundi frestað og haldið áfram að hausti í Reykjavík.

Að mínu mati eru þessar hugmyndir bæði mjög þjóðlegar og áhugaverðar. Auðvitað eru ákveðin vandkvæði við að setja þing á þingvöllum, spurning hvort að það þyrfti að reisa hús undir það, því ekki getum við treyst á gott veður og ófært er að láta alþingismenn hýra í roki og rigningu við setningu þings. En vissulega væri þetta þjóðlegt og áhugavert.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar F. Valsson

Ég styð heilshugar þá hugmynd að koma með lögsögumann á Lögréttu. 

Ragnar F. Valsson, 13.2.2008 kl. 11:03

2 identicon

...ef ég tjái mig um fyrrum varaþingmanninn þá tjáði hann sig ekki um þetta -  en mjög áhugavert hjá Sissalín. Sér í lagi er ég hrifin af Þingvallahugmyndinni. Mér er alveg sama um titlatogið......

maddaman (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 22566

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband