Trukkabílstjórar

Ég hef svona verið að velta því fyrir mér hvort að ég eigi að styðja þessi mótmæli trukkabílstjóra og nú jeppamanna eður ei. Satt best að segja hef ég stundum verið eins og Ragnar Reykás með álit mitt á þessum mótmælum. Hef einu sinni lent í þeim, þurfti þá að bíða á Reykjanesbrautinni á leið í vinnu í talsverðan tíma.

Ætla aðeins að fara yfir málið hérna eins og það kemur mér við sjónir á þessu augnabliki.

Solomon and his truck

Nú ein af kröfum bílstjóranna er lækkun eldsneytisverðs. Ég get alveg fallist á það sjónarmið að eldsneytisverð er allt of dýrt hér á landi. En samt er eldsneytisverð einna ódýrast á Íslandi af nágrannalöndunum og eins minnstar opinberar álögur. Það er hæpið að litla Ísland ráði við að lækka heimsmarkaðsverðinu á eldsneyti. Ok, við getum lækkað álögurnar, en þá þarf ríkisstjórnin annaðhvort að minnka tekjuafganginn eða draga úr rekstri sínum annarsstaðar! Þá er spurning viljum við taka peninga úr heilbrigðiskerfinu til að draga úr eldsneytisverði?

globalwarming

 

 

Annað sjónarmið varðandi lækkun á eldsneytisverði er sú að hátt eldsneytisverð dregur úr mengun. Menn eru síður að keyra ökutæki sem eyða miklu. Þannig minnkun við gróðurhúsaáhrifin og hægjum á hlýnun jarðar. Viljum við ekki öll vera umhverfisvæn? ´

Eða eigum við bara að lækka eldsneytisverðið og brenna upp jörðina á sem stystum tíma?

 

 

Truck crash

 

Nú svo hafa bílstjórarnir einnig verið að mótmæla hinum svokallaða hvíldartíma sem þeir þurfa að fara eftir. En eftir ákveðinn tíma við akstur er þeim gert að stoppa og taka sér pásu. Þessi regla er hugsuð bæði til að vernda ökumennina og eins okkur hina sem erum í umferðinni. Því síður viljum við hafa mjög þreytta bílstjóra akandi um á þessum risafaratækjum. Bílstjórarnir vilja meina að það séu "sérstakar" aðstæður á Íslandi og því ættu þessar reglur ekki að gilda.

 

Ekki veit ég alveg við hvað þeir eiga þegar þeir tala um sérstakar aðstæður sem gera það að verkum að þeir þurfi minni hvíld en starfsbræður þeirra í Evrópu. Látum okkur sjá, vegir á Íslandi eru oft á tíðum mjórri en í Evrópu, sjaldnast breiðari. Veðrið hér er svo sem ekkert betra eða verra en annarsstaðar á norðurslóðum Evrópu, t.d. norður-Noreg, Svíþjóð eða Finnlandi sem dæmi. Kannski að íslenskir bílstjórar þurfi bara yfirhöfuð minni svefn, gæti vel verið. Hver veit!!!

 

 

 Lögreglusektir                                                                                   

Nú svo er ein af kröfum bílstjóranna að það eigi að lækka eða hélst fella niður einhverjar sektir. Ekki veit ég fyrir víst hvaða sektir er verið að tala um, enda hef ég ekki orðið var við að það hafi komið fram. Hefur kannski bara farið fram hjá mér.

En þjóðfélagið setur sektir og aðrar refsingar til að þegnar þess fari eftir lögum. 

Ég hef reyndar ekki fengið neina sekt, hvorki umferðarsekt né neina aðra í háa herrans tíð. Eflaust að nálgast 20 ár síðan ég fékk síðast sekt. En ef ég fæ sekt þá er spurning hvort að rétta leiðin til að fá hana niðurfellda eða lækkaða sé að leggja bíl mínum og loka einhverri götunni. Margir fyrrum skólafélagar mínir hafa fengið sekt í Hvalfjarðargöngunum, auðvitað ætti þetta fólk bara að loka göngunum til að mótmæla þessum myndavélum, ekki satt?

Svo fór ég að spá í þessa jeppabílstjóra sem lokuðu dreifingamiðstöðinni út í örfisey, þeir hafa seinnilega bara ekki vilja fá eldsneyti á sína jeppa og hugsa með sér, þá er best að enginn fái eldsneyti.

Svona að lokum þá dáist ég að trukkabílstjórunum fyrir samstöðu sína. 

Þessi pistill er meira settur saman til gamans en af fullri alvöru.

Góðar stundir       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...mikið eruð þér löghlíðinn Hr. hálfstálpaður sýslumaður. Hefur enga sekt fengið. Óþarft að setja skólafélagana í  þátíð í þessari færslu því ég hef náð tveimur hraðasektum það sem af er þessu ári. *agrg*Að vísu ekki  í göngunum heldur hjá Fiskalæk. Hef stundum hugsað með mér að ég væri best á þyrlu...

maddaman (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 22561

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband