Athyglisverður dómur

Langt síðan að ég hef skrifað eitthvað um dóma sem mér þykja athyglisverðir, áhugaverðir eða bara hreinlega skemmtilegir. En skv. heimild í 65. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er heimilt að dæma menn til hælisvistar.

 65. gr. [Þyki það ljóst af málavöxtum, eftir að umsagnar læknis hefur verið leitað, að sakborningur, sem framið hefur brot undir áhrifum áfengis, geti ekki haft hemil á drykkjufýsn sinni, má ákveða í dómi, að hann skuli lagður inn á viðeigandi hæli til lækningar.]1) Skal dómur þá hljóða um dvöl á hælinu allt að 18 mánuðum, eða, ef ítrekun á sér stað, allt að 3 árum. Dómsmálaráðherra ákveður, eftir tillögum stjórnar hælisins og hlutaðeigandi læknis, hvort leysa megi manninn af hælinu, áður en ofangreindur hámarkstími er liðinn, sökum þess að ætla megi, að hann hafi læknast.

Þessi heimild hefur ekki verið mikið notuð, reyndar veit ég bara um tvö tilfelli, það er í dómum hrd. 1944:11 og svo hrd. 1988:241.

DrunkMonkeyEn í fyrri dómnum var sakborningurinn dæmdur fyrir ölvun á almannafæri ásamt því að aðstoða aðra fanga við að strjúka úr steininum. En viðkomandi sakborningur átti langan sakaferill að baki. Reyndar hafði hann verið sektaður 227 sinnum áður fyrir ölvun á almannafæri á árunum 1920-1943. En í þetta sinn taldi dómurinn að líklegast væri best að gera eitthvað í málinu og dæmdi aðilann til 3ja mánaða fangelsisvistar og svo að hann skyldi lagður á drykkjumannahæli til lækningar í allt að 18 mánuði. Ekki veit ég hvort að viðkomandi fékk einhverja "lækningu" á drykkjumannahælinu og hafi komið út sem betri maður. En Hæstiréttur hefur auðsjáanlega séð það er maðurinn var gripinn i 228 sinn að það þyrfti að gera eitthvað í málum hans.

Ekki þori ég að fullyrða hvort að þvinguð afvötnun virki. En allavega hefur manngreyið átt við erfiðan áfengisvanda að stríða. 

Mér þykir hæpið að litið yrði til 65.greinarinnar í dag, tel að hún sé orðin frekar úrelt sökum notkunarleysis, en þó er aldrei að vita hvort að hæstiréttur myndi gripa til hennar að nýju. Í seinni dómnum gerði hún það í sambandi við þekktan kynferðisafbrotamann sem hafði ekki stjórn á gerðum sínum eftir áfengisdrykkju að mati lækna. En síðan þá hefur þessi grein legið í hálfgerðum dvala.

í upphafi 20 aldar þótti mörgum ríkjum að svokölluð meðferðastefna ætti að ráða ríkjum. Með öðrum orðum að það ætti frekar að dæma sakborninga til meðferðar í stað þess að dæma þá til refsivistar. Þessi stefna leið undir lok á 7 áratug 20 aldar og flestir (ekki allir) eru sammála um að hún hafi í raun engum árangri skilað, allavega fækkaði glæpum ekki á þessu tímabili. Reyndar hafði þessi stefna aldrei nein áhrif að ráði hér á landi eins og sést á því að það eru einungis þessir tveir dómar til með 65.greinninni svo ég best fæ sé.

En það er áhugavert að pæla í því hvaða aðferð virki best til að fæla menn frá því að fremja afbrot. Sjálfur hef ég ekki trú á harðari refsingum, því að ég tel hæpið að sakborningar séu að lesa sér til um refsirammann áður en að þeir fremji brot.

Læt þetta duga í bili.

Góðar stundir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 22567

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband