Sunnudagur til hvíldar eða hvað!!!!!!

Á sunnudaginn var var ég vakinn eldsnemma um morguninn eða nánar tiltekið kl. 7:45. En þá hringdi síminn hjá mér og ég spurður að því hvort að ég ætlaði ekki að koma með í göngutúr! Fyrr í vikunni hafði ég sagt Nei takk, en lét svo undan kvöldið áður. En kvöldið áður var ég í frábæru matarboði. Það skyldi ganga á Vífilfell, þá á ég ekki við verksmiðjuna Vífilfell, heldur fjallið Vífilfell, sem virkar voðalega sakleysislega út. DSC00874Enda er fjallið ekki nema 350 metra á hæð og hækkun rétt rúmir 300 metrar. En stundum eru hlutirnir ekki eins sakleysislegir og þeir sýnast eða hvað? Allavega þá er þetta fjall töluvert bratt. Sem er kannski ekki mjög gott ef maður er hálfslappur, búinn að liggja í veikindum alla vikuna, ílla sofinn og í þokkabót frekar lofthræddur.

Skil að vísu ekki enn þá hvernig mér datt í hug að samþykkja ferð á Hvannadalshnjúk, verandi lofthræddur. Blush En nú er ekkert annað að gera en að láta sig hafa það og fara. Einhvern veginn mun þetta takast.

Olga gerði sér lítið fyrir og fór að sjálfsögðu alla leið á toppinn með vinnufélögunum sínum. Ég ákvað að taka smá pásu, en þessi mynd hér var tekinn af Olgu til að sýna mér.

IMG 7279

En þar með var deginum ekki lokið, nei ég endaði líka á einhvern starfsmannadag hjá vinnunni hennar. En það var haldið í íþróttasalnum við Salarlaugina í Kópavogi. Óhætt að segja að börnin hafi skemmt sér konunglega. Enda mætti þangað enginn annar en sjálfur Íþróttaálfurinn.

DSC00905

DSC00911

Ómar kraftakarl.

Góðar stundir

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Agnarsson

Gott hjá ykkur að drífa ykkur út að ganga, enda fer að styttast í ferðina hjá ykkur

Hörður Agnarsson, 9.4.2008 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 22567

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband