Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Hvað gerðist þann 10 apríl

Árið 879 Louis III krýndur konungur Frakklands 

Árið 1790 setja Bandaríkjamenn sín fyrstu Einkaleyfislög.

Árið 1866 The American Society for the Prevention of Cruelty to Animals (ASPCA) er stofnað í New York.

Árið 1912 leggur Titanic upp í sína fyrst og hinstu för. Skipið sekkur 5 dögum síðar og fjöldi manns ferst.

Árið 1925 er bókin The Great Gatsby gefin út. En hún er ein af áhrifamestu bókum 20. aldar.

Árið 1963 sekkur kjarnokukafbáturinn USS Thresher í atlantshafinu og öll áhöfnin ferst, 129 manns.

Árið 1970 tilkynnir McCartney formlega að hljómsveitin The Beatles séu hættir. Ásamt því að gefa út sína fyrstu sólo plötu.

Árið 1974 tilkynnir Golda Meir, stofnandi Ísraels, afsögn sína sem forsætisráðherra landsins.

Árið 1992 fæðist loks drengur að nafni Hannes Ragnar Leifsson. Til hamingju með daginn.

 


Einu sinni var...

DSC00488

...fjölskylda sem bjó í þessu húsi. Sjálfsagt hefur hún átt kindur og jafnvel eina eða tvær beljur. Eins get ég ímyndað mér að það hafi verið hundur á heimilinu. Þarna hefur bóndinn farið út á sumrin og slegið grasið með orf og ljá til að eiga hey fyrir veturinn. Kannski hefur hann átt hest eða hesta til að selflytja heyið heim í hús.

Á þessar rústir rakst ég með gönguhópnum mínum, Leifi Lost í sumar er við gengum frá stóru Skógum að Bifröst, ef okkur telst rétt til þá var þarna bær sem hét Stapasel, en er farinn í eyði. Alltaf gaman að reyna að ímynda sér hvernig lífið hefur verið fyrr á öldum á svona stað. En þessi bær hefur verið frekar einangraður að því virðist. En vonandi hefur fólkið sem bjó þarna átt gott líf.

Góðar stundir


Sunnudagur til hvíldar eða hvað!!!!!!

Á sunnudaginn var var ég vakinn eldsnemma um morguninn eða nánar tiltekið kl. 7:45. En þá hringdi síminn hjá mér og ég spurður að því hvort að ég ætlaði ekki að koma með í göngutúr! Fyrr í vikunni hafði ég sagt Nei takk, en lét svo undan kvöldið áður. En kvöldið áður var ég í frábæru matarboði. Það skyldi ganga á Vífilfell, þá á ég ekki við verksmiðjuna Vífilfell, heldur fjallið Vífilfell, sem virkar voðalega sakleysislega út. DSC00874Enda er fjallið ekki nema 350 metra á hæð og hækkun rétt rúmir 300 metrar. En stundum eru hlutirnir ekki eins sakleysislegir og þeir sýnast eða hvað? Allavega þá er þetta fjall töluvert bratt. Sem er kannski ekki mjög gott ef maður er hálfslappur, búinn að liggja í veikindum alla vikuna, ílla sofinn og í þokkabót frekar lofthræddur.

Skil að vísu ekki enn þá hvernig mér datt í hug að samþykkja ferð á Hvannadalshnjúk, verandi lofthræddur. Blush En nú er ekkert annað að gera en að láta sig hafa það og fara. Einhvern veginn mun þetta takast.

Olga gerði sér lítið fyrir og fór að sjálfsögðu alla leið á toppinn með vinnufélögunum sínum. Ég ákvað að taka smá pásu, en þessi mynd hér var tekinn af Olgu til að sýna mér.

IMG 7279

En þar með var deginum ekki lokið, nei ég endaði líka á einhvern starfsmannadag hjá vinnunni hennar. En það var haldið í íþróttasalnum við Salarlaugina í Kópavogi. Óhætt að segja að börnin hafi skemmt sér konunglega. Enda mætti þangað enginn annar en sjálfur Íþróttaálfurinn.

DSC00905

DSC00911

Ómar kraftakarl.

Góðar stundir

 

 


Athyglisverður dómur

Langt síðan að ég hef skrifað eitthvað um dóma sem mér þykja athyglisverðir, áhugaverðir eða bara hreinlega skemmtilegir. En skv. heimild í 65. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er heimilt að dæma menn til hælisvistar.

 65. gr. [Þyki það ljóst af málavöxtum, eftir að umsagnar læknis hefur verið leitað, að sakborningur, sem framið hefur brot undir áhrifum áfengis, geti ekki haft hemil á drykkjufýsn sinni, má ákveða í dómi, að hann skuli lagður inn á viðeigandi hæli til lækningar.]1) Skal dómur þá hljóða um dvöl á hælinu allt að 18 mánuðum, eða, ef ítrekun á sér stað, allt að 3 árum. Dómsmálaráðherra ákveður, eftir tillögum stjórnar hælisins og hlutaðeigandi læknis, hvort leysa megi manninn af hælinu, áður en ofangreindur hámarkstími er liðinn, sökum þess að ætla megi, að hann hafi læknast.

Þessi heimild hefur ekki verið mikið notuð, reyndar veit ég bara um tvö tilfelli, það er í dómum hrd. 1944:11 og svo hrd. 1988:241.

DrunkMonkeyEn í fyrri dómnum var sakborningurinn dæmdur fyrir ölvun á almannafæri ásamt því að aðstoða aðra fanga við að strjúka úr steininum. En viðkomandi sakborningur átti langan sakaferill að baki. Reyndar hafði hann verið sektaður 227 sinnum áður fyrir ölvun á almannafæri á árunum 1920-1943. En í þetta sinn taldi dómurinn að líklegast væri best að gera eitthvað í málinu og dæmdi aðilann til 3ja mánaða fangelsisvistar og svo að hann skyldi lagður á drykkjumannahæli til lækningar í allt að 18 mánuði. Ekki veit ég hvort að viðkomandi fékk einhverja "lækningu" á drykkjumannahælinu og hafi komið út sem betri maður. En Hæstiréttur hefur auðsjáanlega séð það er maðurinn var gripinn i 228 sinn að það þyrfti að gera eitthvað í málum hans.

Ekki þori ég að fullyrða hvort að þvinguð afvötnun virki. En allavega hefur manngreyið átt við erfiðan áfengisvanda að stríða. 

Mér þykir hæpið að litið yrði til 65.greinarinnar í dag, tel að hún sé orðin frekar úrelt sökum notkunarleysis, en þó er aldrei að vita hvort að hæstiréttur myndi gripa til hennar að nýju. Í seinni dómnum gerði hún það í sambandi við þekktan kynferðisafbrotamann sem hafði ekki stjórn á gerðum sínum eftir áfengisdrykkju að mati lækna. En síðan þá hefur þessi grein legið í hálfgerðum dvala.

í upphafi 20 aldar þótti mörgum ríkjum að svokölluð meðferðastefna ætti að ráða ríkjum. Með öðrum orðum að það ætti frekar að dæma sakborninga til meðferðar í stað þess að dæma þá til refsivistar. Þessi stefna leið undir lok á 7 áratug 20 aldar og flestir (ekki allir) eru sammála um að hún hafi í raun engum árangri skilað, allavega fækkaði glæpum ekki á þessu tímabili. Reyndar hafði þessi stefna aldrei nein áhrif að ráði hér á landi eins og sést á því að það eru einungis þessir tveir dómar til með 65.greinninni svo ég best fæ sé.

En það er áhugavert að pæla í því hvaða aðferð virki best til að fæla menn frá því að fremja afbrot. Sjálfur hef ég ekki trú á harðari refsingum, því að ég tel hæpið að sakborningar séu að lesa sér til um refsirammann áður en að þeir fremji brot.

Læt þetta duga í bili.

Góðar stundir

 


Trukkabílstjórar

Ég hef svona verið að velta því fyrir mér hvort að ég eigi að styðja þessi mótmæli trukkabílstjóra og nú jeppamanna eður ei. Satt best að segja hef ég stundum verið eins og Ragnar Reykás með álit mitt á þessum mótmælum. Hef einu sinni lent í þeim, þurfti þá að bíða á Reykjanesbrautinni á leið í vinnu í talsverðan tíma.

Ætla aðeins að fara yfir málið hérna eins og það kemur mér við sjónir á þessu augnabliki.

Solomon and his truck

Nú ein af kröfum bílstjóranna er lækkun eldsneytisverðs. Ég get alveg fallist á það sjónarmið að eldsneytisverð er allt of dýrt hér á landi. En samt er eldsneytisverð einna ódýrast á Íslandi af nágrannalöndunum og eins minnstar opinberar álögur. Það er hæpið að litla Ísland ráði við að lækka heimsmarkaðsverðinu á eldsneyti. Ok, við getum lækkað álögurnar, en þá þarf ríkisstjórnin annaðhvort að minnka tekjuafganginn eða draga úr rekstri sínum annarsstaðar! Þá er spurning viljum við taka peninga úr heilbrigðiskerfinu til að draga úr eldsneytisverði?

globalwarming

 

 

Annað sjónarmið varðandi lækkun á eldsneytisverði er sú að hátt eldsneytisverð dregur úr mengun. Menn eru síður að keyra ökutæki sem eyða miklu. Þannig minnkun við gróðurhúsaáhrifin og hægjum á hlýnun jarðar. Viljum við ekki öll vera umhverfisvæn? ´

Eða eigum við bara að lækka eldsneytisverðið og brenna upp jörðina á sem stystum tíma?

 

 

Truck crash

 

Nú svo hafa bílstjórarnir einnig verið að mótmæla hinum svokallaða hvíldartíma sem þeir þurfa að fara eftir. En eftir ákveðinn tíma við akstur er þeim gert að stoppa og taka sér pásu. Þessi regla er hugsuð bæði til að vernda ökumennina og eins okkur hina sem erum í umferðinni. Því síður viljum við hafa mjög þreytta bílstjóra akandi um á þessum risafaratækjum. Bílstjórarnir vilja meina að það séu "sérstakar" aðstæður á Íslandi og því ættu þessar reglur ekki að gilda.

 

Ekki veit ég alveg við hvað þeir eiga þegar þeir tala um sérstakar aðstæður sem gera það að verkum að þeir þurfi minni hvíld en starfsbræður þeirra í Evrópu. Látum okkur sjá, vegir á Íslandi eru oft á tíðum mjórri en í Evrópu, sjaldnast breiðari. Veðrið hér er svo sem ekkert betra eða verra en annarsstaðar á norðurslóðum Evrópu, t.d. norður-Noreg, Svíþjóð eða Finnlandi sem dæmi. Kannski að íslenskir bílstjórar þurfi bara yfirhöfuð minni svefn, gæti vel verið. Hver veit!!!

 

 

 Lögreglusektir                                                                                   

Nú svo er ein af kröfum bílstjóranna að það eigi að lækka eða hélst fella niður einhverjar sektir. Ekki veit ég fyrir víst hvaða sektir er verið að tala um, enda hef ég ekki orðið var við að það hafi komið fram. Hefur kannski bara farið fram hjá mér.

En þjóðfélagið setur sektir og aðrar refsingar til að þegnar þess fari eftir lögum. 

Ég hef reyndar ekki fengið neina sekt, hvorki umferðarsekt né neina aðra í háa herrans tíð. Eflaust að nálgast 20 ár síðan ég fékk síðast sekt. En ef ég fæ sekt þá er spurning hvort að rétta leiðin til að fá hana niðurfellda eða lækkaða sé að leggja bíl mínum og loka einhverri götunni. Margir fyrrum skólafélagar mínir hafa fengið sekt í Hvalfjarðargöngunum, auðvitað ætti þetta fólk bara að loka göngunum til að mótmæla þessum myndavélum, ekki satt?

Svo fór ég að spá í þessa jeppabílstjóra sem lokuðu dreifingamiðstöðinni út í örfisey, þeir hafa seinnilega bara ekki vilja fá eldsneyti á sína jeppa og hugsa með sér, þá er best að enginn fái eldsneyti.

Svona að lokum þá dáist ég að trukkabílstjórunum fyrir samstöðu sína. 

Þessi pistill er meira settur saman til gamans en af fullri alvöru.

Góðar stundir       


« Fyrri síða

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 22540

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband